Fréttir (Síða 19)

Fyrirsagnalisti

24. maí 2022 : Um vinnu barna og unglinga

Sumar- og aukastörf ungmenna geta reynst góður undirbúningur fyrir þátttöku þeirra á almennum vinnumarkaði síðar meir. Gæta þarf að því að þau valdi starfinu, það sé í samræmi við aldur þeirra, líkamlega getu og þroska og þau beri ekki of mikla ábyrgð.

5. maí 2022 : Fyrirtaka Íslands hjá Barnaréttarnefndinni

Miðvikudaginn 4. maí 2022 var fyrirtaka Íslands hjá Barnaréttarnefndinni í Genf en hlutverk nefndarinnar er að hafa eftirlit með framkvæmd Barnasáttmálans í aðildarríkjunum.

29. apríl 2022 : Netið, samfélagsmiðlar og börn

Nýjar leiðbeiningar til foreldra, ábyrgðaraðila og starfsfólks í skóla- og frístundastarfi sem varða netið, samfélagsmiðla og börn. 

28. apríl 2022 : Systurstofnanir í Belgíu heimsóttar

Umboðsmaður barna heimsótti embætti umboðsmanna barna í Belgíu í síðustu viku til að kynna sér starfsemi embættana og réttindagæslu fyrir börn.

27. apríl 2022 : Réttindi barna í stafrænu umhverfi

Nýjar leiðbeiningar fyrir foreldra, ábyrgðaraðila og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi sem varða netið, samfélagsmiðla og börn verða kynntar á málþinginu Réttindi barna í stafrænu umhverfi á Grand hótel föstudaginn 29. apríl milli kl. 08:30 og 10:15. Leiðbeiningarnar eru samstarfsverkefni umboðsmanns barna, Persónuverndar og Fjölmiðlanefndar.

25. apríl 2022 : Afskipti lögreglu af barni

Embættið hefur sent bréf til ríkislögreglustjóra vegna afskipta lögreglu af barni og óskar eftir fundi. 

22. apríl 2022 : Réttindi barna í stafrænu umhverfi

Málþingið "Réttindi barna í stafrænu umhverfi" verður haldið á Grand hótel föstudaginn 29. apríl klukkan 8:30. 

19. apríl 2022 : Vernd barna gegn ofbeldi

Embættið hefur sent bréf til dómsmálaráðherra og dómstólasýslunnar þar sem bent er á nýlegan dóm héraðsdóms og rétt barna til verndar gegn ofbeldi. 

19. apríl 2022 : Framkvæmd skólastarfs í grunnskólum

Embættið hefur óskað eftir upplýsingum frá mennta- og barnamálaráðuneytinu um það hvenær ráðuneytið hyggst leggja fram skýrslu til Alþingis um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum landsins. 

Síða 19 af 32

Eldri fréttir (Síða 19)

Fyrirsagnalisti

19. desember 2017 : Opið hús í dag

Í dag, 19. desember, er opið hús hjá umboðsmanni barna á milli klukkan 14:30 - 16:30. Heitt súkkulaði, smákökur og konfekt verður á boðstólnum.

1. desember 2017 : Fulltrúi ráðgjafarhóps með erindi á fundi um mannréttindi

Í gær, fimmtudaginn 30. nóvember, stóð stýrihópur stjórnarráðsins um mannréttindi fyrir opnum fundi þar sem niðurstöður UPR- ferilsins (Universal Periodic Review) voru kynntar.

29. nóvember 2017 : Opinn fundur um mannréttindi

Stýrihópur stjórnarráðsins um mannréttindi stendur fyrir opnum fundi í Veröld, Húsi Vigdísar Finnbogadóttur þann 30. nóvember næstkomandi frá klukkan 14:00-16:00. Á fundinum verða niðurstöður UPR-ferlisins (Universal Periodic Review) kynntar auk almennrar umræðu um störf stýrihópsins, stöðu mannréttinda á Íslandi og næstu skref.

20. nóvember 2017 : Alþjóðlegur dagur barna - afmæli barnasáttmálans

Í dag, á alþjóðlegum degi barna og afmælisdegi barnasáttmálans, er við hæfi að leggja áherslu á þann mikilvæga boð- skap sem barnasáttmálinn felur í sér.

13. nóvember 2017 : Ungmenni utan skóla - morgunverðarfundur Náum áttum

Næsti morgunverðarfundur Náum áttum hópsins verður haldinn miðvikudaginn 15. nóvember nk. á Grand hótel kl. 08.15 - 10.00.

8. nóvember 2017 : Ráðstefnan Íslenskar æskulýðsrannsóknir - Heilsuefling og frítími

Ráðstefnan Íslenskar æskulýðsrannsóknir - Heilsuefling og frítími verður haldin 17. nóvember 2017 kl. 8.30-15 í Hlégarði Mosfellsbæ.

30. október 2017 : Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna hittir landlækni

Síðastliðinn föstudag funduðu fulltrúar frá ráðgjafarhóp umboðsmanns barna með Birgi Jakobssyni landlækni, auk annarra starfsmanna frá embætti landlæknis.

19. október 2017 : Krakkakosningar 2017

Alþingiskosningar eru nú í nánd og standa því KrakkaRÚV og umboðsmaður barna nú fyrir Krakkakosningum í þriðja sinn í samstarfi við grunnskóla landsins.
Síða 19 af 111

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica