19. október 2017

Krakkakosningar 2017

Alþingiskosningar eru nú í nánd og standa því KrakkaRÚV og umboðsmaður barna nú fyrir Krakkakosningum í þriðja sinn í samstarfi við grunnskóla landsins.

Alþingiskosningar eru nú í nánd og standa því KrakkaRÚV og umboðsmaður barna nú fyrir Krakkakosningum í þriðja sinn í samstarfi við grunnskóla landsins. Verkefnið er í samræmi við rétt barna til að láta í ljós skoðanir sínar og hafa áhrif á samfélagið eins og kemur meðal annars fram í Barnasáttmálanum. 

Nú hefur krakkakosningavefurinn verið opnaður á KrakkaRÚV og þar er hægt verður að skoða myndbönd frá öllum stjórnmálaflokkum þar sem eftirfarandi spurningum er svarað:

  • Af hverju eiga krakkar að kjósa þinn flokk?
  • Hvernig ætlar þinn flokkur að tryggja réttindi barna og sinna hagsmunum þeirra? 

Við vonumst eftir því að flestir grunnskólar taki þátt í þessu verkefni þannig að sem flestir krakkar fái tækifæri til að láta skoðun sína í ljós. Hægt er að nálgast leiðbeiningar um framkvæmd fyrir kennara hér á vefsíðu KrakkaRÚV. Hægt er að kjósa til klukkan 12:00 á föstudaginn 27. október nk. 

Hér er hægt að lesa nánar um verkefnið Krakkakosningar

24 Thekkja Rettindi Sin


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica