Innleiðing Barnasáttmálans

Umboðsmaður barna fylgist með þróun og túlkun Barnasáttmálans og stuðlar að því að hann sé virtur. 

Umboðsmaður barna skal einnig fylgjast með þróun og túlkun Barnasáttmálans og stuðla að því að hann sé virtur. Það gerir hann með því að:

  • Kynna Barnasáttmálann sem víðast með fjölbreyttu kynningarefni.
  • Gera úttektir á stöðu tiltekinna hópa barna og miðla niðurstöðum í samvinnu við ýmsa aðila.
  • Gera reglubundið mat á innleiðingu Barnasáttmálans í samfélaginu.

barn í fjöru neð leikfang

Upplýsingar um bið eftir þjónustu

Umboðsmaður barna birtir hér yfirlit yfir þann fjölda barna sem bíða eftir margvíslegri þjónustu í samvinnu við ýmsa aðila. Á síðustu misserum hefur umboðsmaður barna ítrekað bent á það óásættanlega úrræðaleysi að börnum í leit að nauðsynlegri þjónustu sé vísað frá og jafnvel á biðlista.

Umboðsmaður barna starfar samkvæmt lögum um umboðsmann barna nr. 83/1994 og hefur það hlutverk að standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi barna. Breytingar á þeim lögum voru samþykktar árið 2018 og fela í sér að ný verkefni embættisins voru lögfest. Þar var umboðsmanni barna meðal annars falið að afla og miðla gögnum og upplýsingum um aðstæður barna og stöðu tiltekinna hópa barna hverju sinni í samvinnu við ýmsa aðila.

Upplýsingar um bið eftir þjónustu


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica