Frásagnir barna af COVID-19

Í starfi umboðsmanns barna eru skýr áhersla lögð á 12. gr. Barnasáttmálans, og unnið að því markmiði að við mótun stefnu og töku ákvarðana sem varða börn verði ávallt leitað eftir og tekið tillit til sjónarmiða þeirra, enda búa börn yfir einstakri reynslu og þekkingu sem og innsýn í málefni og reynsluheim barna.

Í kjölfar þess heimsfaraldurs sem hófst í ársbyrjun 2020 vildi umboðsmaður barna heyra frá börnum og fá þeirra sýn og reynslu af því að vera barn á þessum tímum. 

Embættið leitaði meðal annars til allra grunnskóla á landinu eftir aðstoð til að safna saman frásögnum barna um líðan þeirra og reynslu af þeim breytingum sem kórónufaraldurinn hefur haft á daglegt líf svo sem skólagöngu barna, þátttöku í tómstundum og aðstæður þeirra heima fyrir. Markmiðið var að skapa mikilvæga samtímaheimild um leiðir barna til að takast á við samfélags áhrif heimsfaraldurs og áður óþekktar aðstæður. 

Embættið hefur fjórum sinnum leitað eftir frásögnum barna og ungmenna af reynslu þeirra af heimsfaraldri kórónuveirunnar. 

Pexels-gustavo-fring-4000605



Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica