Frásagnir barna III - framtíðarsýn

Á sögulegum tímum kórónuverufaraldursins (COVID-19) er mikilvægt að fá innsýn inn í reynslu og upplifun barna og unglinga af heimsfaraldrinum. Í þeim tilgangi hefur umboðsmaður barna óskað eftir frásögnum barna og ungmenna af því hvernig það er að vera barn á tímum kórónuveirunnar og hvernig faraldurinn hefur haft áhrif á daglegt líf þeirra. Áður hefur umboðsmaður barna óskað eftir frásögnum barna í tvígang, annars vegar um vorið 2020 og hins vegar veturinn 2020

Á vordögum 2021 sendi umboðsmaður barna öllum grunnskólum bréf í þriðja sinn og óskaði eftir frásögnum barna með áherslu á framtíðarsýn þeirra eftir lok kórónuverufaraldursins hvað varðar samfélagið, skólastarf, þátttöku í tómstundum og aðstæðum þeirra heima fyrir. Skilafrestur til að skila inn efni var til loka skólaársins vorið 2021.

Alls bárust 45 svör frá börnum og skólum víðs vegar að af landinu í gegnum smáforritið Survey Monkey en þar gátu börn og ungmenni skilað inn sínum frásögnum nafnlaust. Fjórar spurningar voru til hliðsjónar en að öðru leiti var frásagnarstíll og efnistök frjáls.

  1. Mun skólinn taka breytingum?
  2. Hvernig verða samskiptin t.d. í skólanum, við vini eða fjölskyldu?
  3. Verða tómstundir öðruvísi?
  4. Verður allt eins og það var áður?

Almennt um kórónuveirufaraldurinn

Það var erfitt að geta varla hitt vini sína og fjölskyldu, en það er gott að það er allt að batna og flestir er bólusettir.

Þegar óskað var eftir frásögnunum barnanna á vordögum 2021 var bólusetning vegna kórónuveirunnar vel á veg komin og slakað hafði verið á samkomu- og fjöldatakmörkunum. Af svörum barnanna að dæma mátti sjá að heimsfaraldurinn hafði reynst mörgum þeirra krefjandi og erfitt tímabil þar sem þau gátu ekki hitt vini sína líkt og áður, mætt í skólann eða gert eitt og annað sem til stóð, eins og að halda fermingarveislu eða ferðast til útlanda. Sumir virtust hafa upplifað einmanaleika og depurð. Greina mátti þó bjartsýni í svörum þátttakenda gagnvart framtíðinni þar sem að með bólusetningum væri útlit fyrir að lífið myndi á ný geta haft sinn vanagang og allt yrði betra.

Börn að spila

Lífið á tímum kórónuveirunnar

Þetta höfðu börn að segja

Þetta höfðu börn að segja almennt um lífið á tímum kórónuveirunnar. 

  • Mér fannst leiðinlegt að geta ekki hitt alla og að skólinn var styttri en annars leið mér bara sæmilega. 

  • Líðan minn breyttist ekt utaf covid hef alltaf bara verið shitty.

  • Ég held það verði ekki nákvæmlega eins og var eftir faraldurinn en frekar líkt. Mér fannst þetta fyrst allt í lagi en svo byrjaði það að hafa áhrif á andlegu heilsuna mína.

  • Eg hata covid eg misti af mikið af hlutum útaf covid.

  • Þessi blessaði faraldur er búinn að gera alla dapra en það lítur allt betur út núna þegar margir eru búnir að fá sprautu.

  • Ég er mjög vön breytingum þannig að mér er alveg sama hvort ein hvað breytist.

  • Covid var svaka svaka scary ég hefði átt að fjárfesta í sprittfyrirtækum árans bévítans. Gamalt fólk öskrar á mann og spyr hvort það vanti gegni genin í manni.

  • Ég gat ekki gert neitt. Ég missti af miklu og þurfti að sleppa mörgu. Og skólin verður kannski venjulegur ef þetta endar.

  • Þegar covid kom til Íslands hélt ég að það myndi allt vera eins, svo kom það í ljós að það var ekkert eins. En ég get ekki logið og sagt að neitt af þessu hafi verið létt. Ég og fjölskyldan mín fórum varlega í kringum annað fólk og pössuðum okkur mjög vel, en stundum langaði mig bara að fara upp að einhverjum og bara knúsa hann. Það var erfitt að geta varla hitt vini sína og fjölskyldu, en það er gott að það er allt að batna og flestir er bólusettir.


Mun skólinn taka breytingum?

Stelpa réttir upp hönd

Skólinn mun vera eins og hann hefur alltaf verið.

Meirihluti svarenda hafði þá trú að skólastarf myndi ekki taka breytingum í kjölfar Kórónuveirufaraldursins. Flestir töldu líklegt að skólinn myndi komast í eðlilegt horf og verða líkt og hann var fyrir heimsfaraldurinn. Þó var þetta viðhorf ekki einhliða og svaraði hluti þátttakenda því til að skólinn myndi taka breytingum. Dæmi um breytingar voru á borð við þær að það allir ættu eftir að gæta sín meira og sprittbrúsar yrðu áfram víða. Fram komu sjónarmið um að þrátt fyrir að skólinn færi í sama horf og fyrir heimsfaraldurinn tæki það tíma að venjast því á ný.

Þetta höfðu börn að segja

Þetta höfðu börn að segja um skólann?

  • Ég held að það verði ekki það miklar breytingar en ég held að það verður sprittbrúsar sumsstaðar til öryggis. 

  • Allir eiga eftir að passa sig miklu meira. Þannig að já.

  • Skólar verða eins og þeir voru fyrir covid.

  • Skólinn breytist ekkert.

  • Ég held að skolinn verði eðlilegur aftur. Eg held að folk þurfi samt að venjast þvi að hafa allt eðlilegt aftur.

  • Hann verður venjulegur aftur.

  • Það verða örugglega ekki margar breytingar.

  • Ég held að skólinn verði aftur venjulegur en sumt fólk vera vinnandi að heiman því það er léttara/þægilegra.

  • Ég held að skólinn tekur ekki breytingum. Ég vona það samt. Hann byrjar allt of snemma og andlega heilsan mín er aldrei góð í skólanum.

  • Nei ég held að skólinn verði alveg eins og hann er.

  • Ég held að það muni ekkert breitast mikið.

  • Ég held að skólinn muna ekki taka breytinguna því skólinn er alveg eins og hann var.

  • Nei út af covid er að verða búið allir eru að fá mótefni.

  • Nei ég held að skólinn breytist ekki en það gæti verið að við þurfum að vera heima og vinna í ein tíma.

  • Skólinn mun vera eins og hann hefur alltaf verið.


Hvernig verða samskiptin?

Verða örugglega betra því þá geta allir knúsast og tekið í hendur

Almennt töldu flestir að samskipti yrðu framvegis betri en undanfarna mánuði og yrðu að endingu með svipuðu móti og fyrir kórónuveirufaraldurinn. Allt myndi falla í sama farið og fólk gæti farið að hittast á ný, knúsast og heilsast með handabandi. Nokkrir svarenda töldu jafnvel að samskipti myndu aukast vegna þess sem á undan er gengið og að fólk hefði beðið eftir því með óþreyju að fá að hitta fleiri. Varðandi breytingar á samskiptum sem svarendur vísuðu í kom t.d. fram að allir myndu gæta sín betur en áður, ennþá yrðu sprittbrúsar út um allt auk þess sem fólk myndi tala við vini og fjölskyldu í gegnum netið í meira mæli en áður. Líkt og í tilviki skólans tæki ef til vill smá tíma að venjast breyttu ástandi, til dæmis því að mæta í veislur, án þess að þurfa að bera grímu.

Mynd með færslu

Þetta höfðu börn að segja

Þetta höfðu börn að segja um samskiptin

Hvernig verða samskiptin t.d. í skólanum, við vini eða fjölskyldu?

  • Verða örugglega betra því þá geta allir knúsast og tekið í hendur.

  • Ekki jafn góð.

  • Alveg eins og áður.
  • Bara venjuleg ekki miklar breytingar.
  • Engin breyting.
  • Alveg eins og alltaf.
  • Ég held líka að vð munum tala við vini/fjölskyldu meira eða minna á netinu og líka að það verða ennþá sprittbrúsar út um allt.
  • Þau verða bara alveg eins held ég?
  • Bara alveg eins og venjulega ef ekki betri.
  • Alveg eins og alltaf.
  • Allir passa sig meira en annars góð.
  • Ég held það verður óvanalegt fyrst að mæta í partý og fermingar án grímu og getað knúst fólk en við venjumst því.

  • Mér finnst að fólk mun tala meira saman þegar þetta er lét búið.

  • Bara eins og þau voru 2019.

  • Bara eins allir mega hittast eins og alltaf.

  • Bara eins og áður.

  • Ég held að ég mun hafa meiri samskipti og hitta fleiri því maður er búin að vera bíða eftir því að geta hitt fleiri.


Tómstundir

Tómstundir munu örugglega vera eins og þau voru fyrir covid.

Hugmyndir svarenda varðandi framtíðina og þátttöku í tómstundum voru flestar á þá leið að fyrirkomulagið yrði svipað og það var áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Í kjölfar bólusetninga og þess að fólk væri komið með mótefni fyrir veirunni myndu samkomubönn og grímuskylda heyra sögunni til. Að nýju yrði hægt að fara á mót og leiki auk þess sem hægt yrði að æfa í hópum og fara í keppnisferðir erlendis. Nokkrir svarenda svöruðu því til að þeir vissu einfaldlega ekki hvort tómstundir myndu taka einhverjum breytingum. 

Þetta höfðu börn að segja

Þetta höfðu börn að segja um tómstundir.

Verða tómstundir öðruvísi en þær voru fyrir kórónuveirufaraldurinn?

  • Nei ég held að það verði ekki miklar breytingar nema eins og í skólanum nokkrir sprittbrúsar hér og þar til örrygis
  • Tómstundir munu örugglega vera eins og þau voru fyrir covid.

  • Nei mér finnst það ólíklegt en ef það verður en þá mikið covid þá gæti það alveg breyst og það verða sér. Hópar sem æfa saman.
  • Nei út af mótefninu.
  • Engar grímur og samkomubann.
  • Nei ekki myndi ég halda það.
  • já eg er ekki buinn að na að fara a æfingar jafn mikið.
  • ég veit það ekki.
  • Örugglega ekki.
  • vonandi ekki.
  • smá ekki mikið.
  • Bara venjuleg.
  • já, það verður T.d. hægt að fara á mót.
  • Ég er ekki í neinu þannig ég veit ekki.
  • Ja fleiri mæta á leiki og hægt er að fara í keppnisferðir til útlanda.
  • nei alls einna.
  • Ekki hugmynd hvernig þetta verður þar.
  • nei held ekki.


Lífið eftir kórónuveirufaraldurinn.

Ég held að fólk mun vera þakklátari fyrir það sem þau hafa.

Nokkuð jafnt hlutfall var á milli tveggja eftirfarandi sjónarmiða varðandi það hvort allt yrði eins og það var áður en heimsfaraldurinn skall á í byrjun árs 2020. Annars vegar var um að ræða það sjónarmið að allt yrði eins og það var og hins vegar að svo yrði ekki. Flestir svöruðu þessari spurningu annað hvort neitandi eða játandi án þess að gefa frekari skýringar á því hvað myndi mögulega breytast í samfélaginu. Þó kom fram að jafnvel þó að allt yrði eðlilegt aftur þyrfti fólk að venjast því. Fram komu hugmyndir um að veiran myndi ekki endanlega hverfa heldur halda áfram að þróast og því yrði aldrei allt alveg eins og það var áður. Einnig, að fólk myndi framvegis vera þakklátari fyrir það sem það hefði.

Þetta höfðu börn að segja

Þetta höfðu börn að segja um lífið eftir kórónuveiruna.

  • Mér finnst líklegast að það mun allt verða eins og það var.
  • Nei það verður ekki allt alveg eins og áður því mér finnst ólíklegt að covid fari eih tíman held að það munni bara þróast og þróast.

  • Nei held ekki að allt verði eins og aður en það verður mikið af folki ennþa hrætt við þetta en mjög svipað og aður en þetta byrjaði.
  • Ég held að þetta verði bara í lagi.
  • Kannski alveg en meiri hlutinn.
  • Nei eiginlega ekki en samt mikið eins.
  • Já ég held það.
  • Ég held að fólk mun vera þakklátari fyrir það sem þau hafa.
  • Nei alls ekki.
  • Ekki allveg.
  • Vonandi.
  • Nei, ég held að samfélagið verði aldrei eins og það var áður.
  • Jaja.
  • Ég held að fólk þurfi samt að venjast því að hafa allt eðlilegt aftur.
  • Já held það.
  • Flest allt.
  • Nei en líkt því.
  • Já vona það.


Barn að stökkva

  


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica