Frásagnir barna IV
Hér má finna frásagnir barna af kórónuveirunni. Í þetta sinn er viðfangsefnið sóttvarna­ráðstafanir
Hér má finna frásagnir barna af kórónuveirunni. Í þetta sinn er viðfangsefnið sóttvarna­ráðstafanir
Mega foreldrar setja app í síma sem birtir staðsetningu manns alltaf til þeirra án leyfis?
Má láta börn sitja í frímínútum og klára verkefnið sem þau voru að gera í tímanum?
Það kom mygla upp í skólanum mínum og nú á að flytja skólann minn frá Eyrabakka og yfir á Stokkseyri. Mér finnst á mér brotið og vil spyrja hvort þeir geti gert þetta án samráðs við okkur krakkana og foreldra?
The Ombudsman for Children in Iceland participated as a partner organization in the project entitled: Transgender Child – an effective support system in school
Starfsmenn umboðsmanns barna taka þátt í Vísindaskóla unga fólksins á Akureyri þessa dagana og fræða um barnasáttmálann og réttindi barna.
Öll börn eiga mannréttindi sem er mikilvægt að allir þekki. Kynntu þér helstu greinar Barnasáttmálans.
Barn er einstaklingur undir 18 ára aldri, nema lög heimalands þess segi annað.
Öll börn skulu njóta réttinda Barnasáttmálans án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana, ætternis, fötlunar, félagslegrar stöðu eða annarra aðstæðna...
Allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er börnum fyrir bestu. Setja á lög og reglur sem tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra...
Aðildarríki eiga að tryggja börnum þau réttindi sem Barnasáttmálinn kveður á um eftir því sem þau framast geta, m.a. með lögum og reglum. Ríkin skulu hjálpast að þannig að öllum börnu...
Fjölskyldur bera ábyrgð á að leiðbeina börnum sínum og fræða þau um réttindi sín. Eftir því sem börn verða eldri hafa þau minni þörf fyrir leiðsögn fjölskyldna sinna. Stjórnvöld skulu virða ábyrgð, réttindi og skyldur fjölskyldna.
Sérhvert barn á meðfæddan rétt til lífs og skulu aðildarríkin tryggja að það megi lifa og þroskast.
Börn skal skrá við fæðingu og þau eiga rétt á nafni og ríkisfangi – að tilheyra landi. Alltaf þegar hægt er skulu börn þekkja foreldra sína og njóta umönnunar þeirra.
Börn eiga rétt á sínum eigin auðkennum – sem skráð skulu opinberlega, um hver þau eru, m.a. nafn, þjóðerni og fjölskyldutengsl. Ekki má taka frá börnum auðkenni þeirra og ef það er gert skulu stjórnvöld aðstoða við að bæta úr því.
Ekki skal skilja börn frá foreldrum sínum nema þegar það er nauðsynlegt fyrir öryggi og líðan barna – til dæmis ef foreldri meiðir barn eða hugsar ekki vel um það að öðru leyti.
Ef barn býr í öðru landi en foreldrar þess eiga stjórnvöld að leyfa barni og foreldrum að ferðast frjálst svo þau geti haldið sambandi og verið saman.