Réttinda­gæsla barna

Réttinda­gæsla barna er tilrauna­verkefni til tveggja ára sem hefur það markmið að veita ráðgjöf og stuðning við að leita réttar barns hjá stjórnvöldum.

Lestu meira


Nýjustu spurningar frá börnum og unglingum

Skóli Vinna : Að hætta í skóla

Mig langar að hætta í skóla eftir 10. bekk og fara að vinna í leikskóla. Má það?

Fjölskylda Ýmislegt : Útivistartími barna

Mega foreldrar banna mér að fara út þegar löglegur útivistartíminn minn er virkur?

Heilsa og líðan Kynlíf og sambönd : Hvað er kynferðisofbeldi?

Við höfum fengið nokkur erindi sem varðar kynferðisofbeldi þar sem spurt er um hvað sé kynferðislegt ofbeldi og hvað gerist ef hinn aðilinn upplifir það ekki sem ofbeldi. 

Sjá allar spurningar


Fréttir

Fyrirsagnalisti

21. mars 2023 Fréttir : Upplýsingar um bið barna eftir þjónustu

Umboðsmaður barna hefur staðið fyrir reglulegri upplýsingaöflun um þann fjölda barna sem bíður eftir þjónustu hjá tilteknum aðilum með það að markmiði að varpa ljósi á stöðuna hverju sinni. 

20. mars 2023 Fréttir : Mannabreytingar á skrifstofunni

Nokkrar mannabreytingar hafa orðið á starfsliði umboðsmanns barna en Hafdís Una Guðnýjardóttir, lögfræðingur hóf störf hjá embættinu í byrjun mars. 

13. febrúar 2023 Fréttir : Mygla í grunnskólum

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til mennta- og barnamálaráðuneytisins vegna myglu í grunnskólum og skyldur skólayfirvalda í þeim efnum. 

Sjá allar fréttir


Barna­sáttmálinn

Barna­sáttmálinn

Öll börn eiga mannréttindi sem er mikilvægt að allir þekki. Kynntu þér helstu greinar Barnasáttmálans.

Barnasáttmálinn


01. Grein

Hugtakið barn

Barn er einstaklingur undir 18 ára aldri, nema lög heimalands þess segi annað.

02. Grein

Jafnræði — bann við mismunun

Öll börn skulu njóta réttinda Barnasáttmálans án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana, ætternis, fötlunar, félagslegrar stöðu eða annarra aðstæðna...

03. Grein

Það sem barninu er fyrir bestu

Allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er börnum fyrir bestu. Setja á lög og reglur sem tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra...

04. Grein

Ábyrgð aðildarríkja

Aðildarríki eiga að tryggja börnum þau réttindi sem Barnasáttmálinn kveður á um eftir því sem þau framast geta, m.a. með lögum og reglum. Ríkin skulu hjálpast að þannig að öllum börnu...

05. Grein

Leiðsögn fjölskyldu

Fjölskyldur bera ábyrgð á að leiðbeina börnum sínum og fræða þau um réttindi sín. Eftir því sem börn verða eldri hafa þau minni þörf fyrir leiðsögn fjölskyldna sinna. Stjórnvöld skulu virða ábyrgð, réttindi og skyldur fjölskyldna.

06. Grein

Réttur til lífs og þroska

Sérhvert barn á meðfæddan rétt til lífs og skulu aðildarríkin tryggja að það megi lifa og þroskast.

07. Grein

Nafn og ríkisfang

Börn skal skrá við fæðingu og þau eiga rétt á nafni og ríkisfangi – að tilheyra landi. Alltaf þegar hægt er skulu börn þekkja foreldra sína og njóta umönnunar þeirra.

08. Grein

Persónuleg auðkenni

Börn eiga rétt á sínum eigin auðkennum – sem skráð skulu opinberlega, um hver þau eru, m.a. nafn, þjóðerni og fjölskyldutengsl. Ekki má taka frá börnum auðkenni þeirra og ef það er gert skulu stjórnvöld aðstoða við að bæta úr því.

09. Grein

Tengsl við fjölskyldu

Ekki skal skilja börn frá foreldrum sínum nema þegar það er nauðsynlegt fyrir öryggi og líðan barna – til dæmis ef foreldri meiðir barn eða hugsar ekki vel um það að öðru leyti.

10. Grein

Tengsl við foreldra í öðrum löndum

Ef barn býr í öðru landi en foreldrar þess eiga stjórnvöld að leyfa barni og foreldrum að ferðast frjálst svo þau geti haldið sambandi og verið saman.


Verkefni umboðsmanns barna

Fyrirsagnalisti

Réttindagæsla barna

Réttindagæsla barna er tilraunaverkefni til tveggja ára, en um er að ræða aðgerð sem kveðið er á um í aðgerðaáætlun um innleiðingu Barnasáttmálans, fyrir árin 2021-2024, sem samþykkt var á Alþingi, í júní 2021. 

Upplýsingar um bið eftir þjónustu

Umboðsmaður barna starfar samkvæmt lögum um umboðsmann barna nr. 83/1994 og hefur það hlutverk að standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi barna. Liður í því er að afla og miðla gögnum og upplýsingum um aðstæður barna og stöðu tiltekinna hópa barna í samvinnu við ýmsa aðila. 

Netið, samfélagsmiðlar og börn

Nýjar leiðbeiningar til foreldra, ábyrgðaraðila og starfsfólks í skóla- og frístundastarfi sem varða netið, samfélagsmiðla og börn. 

Sjá fleiri verkefni


Vissir þú...

Að embætti umboðsmanns barna hefur verið starfandi í 25 ár og að við fáum margar fyrirspurnir frá börnum um alla mögulega hluti sem við reynum að svara eins fljótt og hægt er. Erindi frá börnum eru alltaf sett í forgang og við viljum heyra frá öllum börnum um allt land.
Börn og unglingar
  • 84.719 var fjöldi barna á aldrinum 0 - 17 ára í janúar 2023
  • 36,0 af þeim innflytjendum sem hófu nám í framhaldsskóla 2015 útskrifuðust 4 árum síðar
  • 5.810er fjöldi nemenda með erlent móðurmál árið 2021
  • 46.859 börn voru í skyldunámi í grunnskóla haustið 2021
  • 19.275er fjöldi barna ára sem voru í leikskólum í byrjun árs 2021 
  • 65,3 sveitarfélaga eru með virk ungmennaráð árið 2020

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica