3. júlí 2025

Fundur ENYA í Króatíu

Fulltrúar umboðsmanns barna á fundi ENYA í ár voru Magnþóra Rós og Sigtryggur Máni en þau eru bæði í ráðgjafarhópi umboðsmanns barna

Fundur ENYA (European Network of Young Advisors) fór fram í Króatíu dagana 1. - 2. júlí þar sem ungmenni frá ýmsum löndum á vegum evrópusamtaka umboðsmanns barna fjölluðu um líkamlega heilsu barna og ungmenna. Magnþóra Rós Guðmundsdóttir og Sigtryggur Máni Guðmundsson fóru á fundinn sem fulltrúar embættisins og stóðu sig virkilega vel.

Á fundinum kynntu Magnþóra og Sigtryggur fimm ráðleggingar um líkamlega heilsu barna og ungmenna frá umboðsmanni barna á Íslandi. Tillögurnar voru unnar af ráðgjafarhópi umboðsmanns barna, en í byrjun maí fór fram vinnufundur á skrifstofu embættisins þar sem ráðgjafarhópurinn ræddi um líkamlega heilsu barna og ungmenna. Sama vinna fór fram í öðrum löndum sem tóku þátt í verkefninu.

Á fundinum tóku ungmennin þátt í vinnustofum um líkamlega heilsu barna og ungmenna og fengu að heyra tillögur hinna landanna í málaflokknum. Þá voru allar tillögurnar ræddar í hópnum á ráðstefnunni og að lokum voru samþykktar lokatillögur hópsins alls. Ráðstefnan var mjög lærdómsrík og áhugaverð fyrir alla þátttakendur.

2fa517a9-86aa-4acf-8cc1-51f23d6f4055

Flottir fulltrúar frá umboðsmanni barna

6ba16cc4-fd0e-4f05-ad3e-0a4435986d1c

Magnþóra Rós og Sigtryggur Máni kynna tillögur Íslands um líkamlega heilsu barna og ungmenna

7392630a-8702-4c15-8387-da1b71b9635e

Í skoðunarferð í Zagreb eftir fyrsta dag fundarins


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica