Upplýsingar fyrir börn um kórónuveiruna

Það er alls ekki skrítið að finna fyrir kvíða og vera hrædd eða hræddur um það sem er að gerast í heiminum í dag út af kórónuveirunni. Margir finna fyrir því sérstaklega þegar það hefur áhrif á mann sjálfan eða umhverfið í kringum mann.

  • Spurðu spurninga

Umboðsmaður hvetur öll börn til að senda okkur tölvupóst á ub@barn.is ef einhverjar spurningar vakna. 

Spurningar og svör til barna um kórónuveiruna.

Það er margt sem hefur breyst út af kórónuveirunni. Skóladagurinn er styttri en vanalega hjá mörgum og það er meira af heimaverkefnum. Stundum þarf að loka skólum og leikskólum ef það kemur upp smit. Kórónuveiran hefur líka haft áhrif á íþróttir og tómstundir. Margar fjölskyldur verja nú meiri tíma saman heima og það er frábært en það getur verið krefjandi fyrir alla að sinna námi og vinnu heima. Þá er mikilvægt að allir hjálpist að til þess að heimilislífið gangi vel.

Sumir finna fyrir kvíða eða hræðslu þegar svona miklar breytingar verða og sumir eru líka hræddir við að smitast af kórónuveirunni. Það er alveg eðlilegt að finna fyrir kvíða eða hræðslu þegar allir í heiminum eru að tala um sama hlutinn.

Umboðsmaður barna hefur tekið saman ýmsar upplýsingar  um kórónuveiruna sem hægt er að lesa nánar með því að ýta á hnappana hér að neðan. Þá er ein síða sem er sérstaklega fyrir foreldra.

Sumum börnum líður ekki vel heima hjá sér, og þegar skólinn er takmarkaður þá getur þeim liðið enn verr. Ef þú ert í þeirri stöðu og upplifir þig ekki öruggan eða þekkir einhvern sem er í þeirri stöðu er hægt að hringja í barnaverndina í síma 112 þar sem svarað er allan sólarhringinn.

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða vantar bara einhvern til að tala við t.d. ef þér líður illa er líka hægt að hringja í hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Það er einnig hægt að fara á vefsíðuna þeirra og tala í gegnum vefspjallið.

Hér fyrir neðan er myndband sem félagsmálaráðuneytið lét gera. 

112_born_v8

Fleiri upplýsingar um kórónuveiruna.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica