Hvernig á að tala við börn um kórónuveiruna?

Það mikilvægasta sem þú getur gert er að fullvissa og róa barnið og koma í veg fyrir að það upplifi valdaleysi. Til þess að svo megi verða þarft þú að komast að því hvað barnið þitt veit og hverjar þarfir þess eru.

Mælt er með því að foreldrar kynni sér kórónuveiruna vel þannig að þeir séu vel í stakk búnir til þess að svara spurningum barna sinna og veita þeim réttar upplýsingar á yfirvegaðan máta. 

Hvernig á að ræða við börn um kórónuveiruna?

Félagsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og embætti landlæknis hafa tekið höndum saman við útgáfu góðra ráða til foreldra á tímum COVID-19 faraldursins. Foreldraráðin eru sett upp á myndrænan og aðgengilegan hátt og eru meðal annars unnin í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og UNICEF. Ráðin eru aðgengileg á mörgum tungumálum

Foreldrahlutverkið á tímum Covid-19 

Covid-19: 24/7 Parenting

 

Danska ríkisútvarpið DR hefur einnig tekið saman góð ráð fyrir foreldra sem ætla að ræða við börnin sín um kórónuveiruna. Þar er mælt með því að foreldrar kanni fyrst hve mikið barnið veit um veiruna áður en talað er við það, þ.e.a.s. ef barnið treystir sér til þess að segja frá því. 

 

  • Leggðu áherslu á mikilvægi þess að vernda þá sem eru veikir fyrir. 
  • Ekki hræða börnin með því að hamstra matvöru og aðrar nauðsynjar.
  • Legðu áherslu á að við þurfum að hjálpa hvort öðru og vera góð hvert við annað.
  • Hlustaðu á barnið þitt.
  • Segðu barninu eingöngu frá staðreyndum á því stigi sem barnið skilur.
  • Talaðu við barnið um hvað sé hægt að gera til þess að koma í veg fyrir smit.
  • Mikilvægt er að foreldrar séu meðvitaðir og upplýstir um ástandið.
  • Fylgstu með – passaðu að taka aðeins mark á staðreyndum.

Börn og lauf

 

Svefn og hreyfing

Það er mikilvægt að reyna að halda í venjulega rútínu eins og kostur er, börn fari að sofa snemma á virkum dögum svo að þau séu í stakk búin til þess að takast á við daginn. Þó svo að það sé ekki hefðbundinn skóli alla daga, þá þarf samt að læra heima og sum börn þurfa að mæta í fjartíma á netinu og þá er betra að vera vel úthvíldur. Það er líka mikilvægt að börn hreyfi sig reglulega.

Heimanám

Það getur verið gagnlegt að búa til stundatöflu fyrir barnið sitt. Þá veit barnið hvað er framundan á hverjum degi. Eldri börn eru almennt betur í stakk búin til þess að fylgja kennsluáætlun og mæta í fjartíma. Hjá þeim yngstu er mikilvægast að passa upp á að þau lesi heima í það minnsta í 15 mínútur, 5 daga vikunnar.

Það eru til margar sniðugar síður á netinu með verkefnum og þrautum fyrir börn á öllum aldri. Það getur verið gagnlegt að nýta sér það. Þar að auki er hægt að fara í fullt af skemmtilegum leikjum sem að börnin geta bæði lært af og haft gaman af.

Verkefni fyrir börn

 

Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka
Námstækni fyrir efstu bekki grunnskóla
Náms- og starfsval/Stefnan sett
Stærðfræðivefur
Fræðslugátt
Gagnabanki
Hugmyndabanki
Unglingavefir
Krakkavefir 
Fingrasetning
Íslensk orðabók
Kahoot
Betra nám

 

Við erum öll barnavernd

Sumum börnum líður ekki vel heima hjá sér, og þegar skólinn er takmarkaður þá getur þeim liðið enn verr. Við erum öll barnavernd. Hringdu í 112 og láttu vita ef þú hefur áhyggjur af barni.

112_fullordnir_v6

 

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica