Dæmi um verkefni ráðgjafarhóps
Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna vinnur að ýmsum verkefnum í samráði við embættið.
Verkefni ráðgjafarhópsins á árinu 2019
Fundur með félags- og barnamálaráðherra
Á fundinum var rætt um helstu áskoranir sem
liggja fyrir í nýju ráðuneyti, þrjátíu ára afmæli barnasáttmálans og hvernig
best væri að fá fram tillögur og framlag barna og ungmenna í þeirri vinnu se er framundan.
Sjá nánar
Fundur um svefn og klukkubreytingar
Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna í samvinnu við
Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) stóð fyrir fundi um svefnvenjur og
klukkubreytingar í Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Sjá nánar
Fræðsla um fundarstjórn
Fulltrúar úr ráðgjafarhópi héldu erindi fyrir
nemendur í Flataskóla um réttindi barna og fundarstjórn. Var það hluti af
undirbúningi fyrir lýðræðisþing sem haldið var í skólanum í tilefni af 30 ára
afmæli Barnasáttmálans.
Sjá nánar
Þátttaka í ENYA
Ráðgjafarhópurinn tók þátt í ENYA (European
Network of Young Advisors) þar sem fjallað var um réttindi barna í stafrænu
umhverfi og bar yfirskriftina Let‘s talk young, let‘s talk about children‘s
rights in the digital environment.
Sjá nánar
Erindi um réttindi barna í stafrænum heimi
Fulltrúar úr ráðgjafarhópi héldu erindi um
réttindi barna í stafrænum heimi á ráðstefnu Persónuverndar og Háskóla Íslands.
Sjá nánar
Barnaþing 2019
Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna tók virkan þátt
í barnaþingi og sinnti meðal annars hlutverki fréttamanna, skipuleggjenda og
hátíðarstjóra á þinginu.
Sjá nánar