Krakkakosningar 2021

Krakkakosningar fara fram í tengslum við kosningar til Alþingis sem fram fara 25. september nk. 

Framkvæmd Krakkakosninga fer fram með svipuðun hætti og áður og í höndum hvers skóla, bekkjar eða bekkjardeildar. Stefnt er að því að kosning í skólum fari fram 21. og 22. september. Kennarar safna atkvæðunum saman og senda niðurstöður kosninganna inn í gegnum slóð sem send var á alla grunnskóla landsins. Niðurstöður úr skólum þurfa að hafa borist í síðasta lagi 23. september fyrir kl. 18:00 til umboðsmanns barna. Hægt er að skila inn niðurstöðum á séstaka vefslóð sem send hefur verið á alla grunnskóla á landinu. 

Kynningar frá framboðum

Kynningar frá framboðum birtast í innslögum í Krakkafréttum og eru einnig aðgengileg í heild sinni á vefsíðu KrakkaRÚV

Kosningafundur barna

Kosningafundur barna fór fram í Norðurljósasal Hörpu. Á fundinum svöruðu fulltrúar framboðanna spurningum frá börnum um málefni sem snerta börn. 

https://player.vimeo.com/video/606442153?h=a86d5e8ea8&badge=0&autopause=0&player_id=0&app_id=58479

Krakkakosningar 2021 - kjörseðillHafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica