Fréttir

Fyrirsagnalisti

22. maí 2020 Fréttir : Dagur barnsins

Dagur barnsins í ár verður sunnudaginn 24. maí og hvetjum við börn og fjölskyldur þeirra að njóta góðra og jákvæðra samveru með þeim hætti sem hentar hverjum og einum. 

18. maí 2020 Fréttir : Innleiðing Barnasáttmálans í stjórnsýslu

Í janúar 2020 sendi embætti umboðsmanns barna bréf til allra ráðuneyta og ríkisstofnana með beiðni um þátttöku í könnun. Meginmarkmið könnunarinnar var að afla upplýsinga um stöðu innleiðingar Barnasáttmálans í íslenskri stjórnsýslu og fyrirkomulag samráðs stofnana við börn. 

15. maí 2020 Fréttir : Erindi til Kópavogsbæjar í kjölfar dóms

Í dag sendi umboðsmaður barna bréf til Kópavogsbæjar þar sem óskað var eftir upplýsingum og skýringum á ýmsum málum er varðar þjónustu við fötluð börn, vinnulagi og nýlegum dóm héraðsdóms Reykjaness. 

8. maí 2020 Fréttir : Skýrsla barnaþings 2019 afhent ráðherrum

Skýrsla barnaþings 2019 var afhent ráðherrum fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun að loknum ríkisstjórnarfundi.

4. maí 2020 Fréttir : Þátttaka barna í stefnumótun og ákvörðunum

Á vormánuðum 2019 undirrituðu félags- og barnamálaráðherra og umboðsmaður barna, samkomulag um aukið samstarf í málefnum barna. Með samkomulaginu tók embætti umboðsmanns barna að sér að móta tillögur um breytt verklag um þátttöku barna sem settar eru fram í þessari skýrslu sem skilað var til ráðuneytisins í desember 2019.

29. apríl 2020 Fréttir : Börn hafa áhyggjur af fyrirhugaðri vinnustöðvun

Umboðsmanni barna hafa borist erindi frá börnum sem eru búsett í þeim sveitarfélögum sem um ræðir, þar sem þau lýsa yfir miklum áhyggjum vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða Eflingar. 

24. apríl 2020 Fréttir : Áhrif kórónuveirunnar á líf barna

Óskað er eftir frásögnum barna um líðan þeirra, sýn og reynslu af því að vera barn á þessum tímum en kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á daglegt líf barna, svo sem skólagöngu, tómstundir og aðstæður þeirra heima fyrir.

23. apríl 2020 Fréttir : Ný veggspjöld og bæklingar

Barnaheill, Umboðsmaður barna, og UNICEF á Íslandi hafa í samstarfi við Menntamálastofnun gefið út nýtt efni með ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Um er að ræða veggspjald og bækling þar sem greinar Barnasáttmálans eru settar fram á aðgengilegan máta. 

22. apríl 2020 Fréttir : Samræmd viðbrögð vegna kórónuveirunnar

Framundan er afnám ýmissa takmarkana sem geta haft mikil áhrif á líðan og hagi barna og ungmenna í íslensku samfélagi. Umboðsmaður sendi bréf til forsætisráðuneytisins þar sem bent var á nauðsyn þess að stuðla að samræmingu og eftirfylgni aðgerða í þágu barna og fjölskyldna.

Síða 1 af 111

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica