Fréttir

Fyrirsagnalisti

20. júlí 2022 : Skert starfsemi vegna sumarfría

Vegna sumarfrís starfsfólks verður starfsemi á skrifstofu embættisins með minna móti næstu vikurnar. Það getur því orðið bið á svörun á þeim erindum sem berast þann tíma sem sumarleyfi starfsfólks stendur yfir. Þau erindi sem berast frá börnum njóta þó forgangs og verður svarað eins fljótt og auðið er.

4. júlí 2022 : Umboðsmaður barna afhendir forsætisráðherra ársskýrslu embættisins fyrir 2021

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Salvör Nordal, umboðsmaður barna, funduðu í dag þar sem umboðsmaður barna kynnti forsætisráðherra ársskýrslu embættisins fyrir árið 2021.

1. júlí 2022 : Frásagnir barna af sóttvarnaráðstöfunum

Í vetur safnaði umboðsmaður frásögnum barna af kórónuveirunni þar sem sjónum var beint að sóttvarnaraðgerðum. Þessar frásagnir eru þær fjórðu í röðinni og eru þær nú aðgengilegar hér á vefsíðunni.

30. júní 2022 : Börn sem eiga foreldra í fangelsum

Tveir háskólanemar vinna nú verkefni tengt börnum sem eiga foreldra í fangelsum en bæði verkefnin eru styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. 

30. júní 2022 : Mótttökustöð fyrir flóttafólk heimsótt

Starfsfólk embættisins heimsótti í dag móttökustöð fyrir flóttafólk í húsi Domus Medica við Egilsgötu í Reykjavík. 

27. júní 2022 : Umboðsmaður barna í Búlgaríu

Umboðsmaður barna hefur síðastliðið ár verið þátttakandi í verkefni í samstarfi við búlgörsku samtökin „National Network for Children“ sem felur í sér áætlun um að setja á fót embætti umboðsmanns barna í Búlgaríu, en þar í landi er engin sjálfstæður opinber aðili sem stendur sérstaklega vörð um réttindi barna.

22. júní 2022 : Transgender child

The Ombudsman for Children in Iceland participated as a partner organization in the project entitled: Transgender Child – an effective support system in school

21. júní 2022 : Réttindafræðsla í Vísindaskólanum á Akureyri

Starfsmenn umboðsmanns barna taka þátt í Vísindaskóla unga fólksins á Akureyri þessa dagana og fræða um barnasáttmálann og réttindi barna. 

21. júní 2022 : Ráðgjafarhópur í sumarfrí

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna hélt sinn lokafund þann 14. júní sl. og mun koma aftur til starfa eftir gott sumarfrí í byrjun september í haust. 
Síða 1 af 111

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica