26. nóvember 2019

Skýrsla lögð fram á barnaþingi 2019

Skýrsla um stöðu í málefnum barna í íslensku samfélagi var lögð fyrir barnaþing samkvæmt 6. gr. a. laga um umboðsmann barna.

Skýrsla um stöðu í málefnum barna í íslensku samfélagi var lögð fyrir barnaþing samkvæmt 6. gr. a. laga um umboðsmann barna, nr. 83/1994. Markmið hennar er að gefa yfirlit yfir stöðu og þróun í málefnum barna á helstu sviðum samfélagsins og efla umræðu um réttindi barna hér á landi. Þar er sjónum fyrst og fremst beint að rétti barna til þátttöku, samkvæmt 12. gr. Barnasáttmálans, samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013, en skýrslunni er ekki ætlað að veita tæmandi upplýsingar um málefni er varða börn.  


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica