Starfsfólk
Embætti umboðsmanns barna heyrir undir forsætisráðuneytið. Umboðsmaður barna veitir embættinu forstöðu en undir honum starfa fjórir starfsmenn.
Salvör Nordal er umboðsmaður barna (salvorn(hjá)barn.is). Hún er með BA próf í heimspeki frá Háskóla Íslands, M.Phil í samfélagslegu réttæti frá Stirling háskóla í Skotlandi og doktorspróf í heimspeki frá Calgary háskóla í Kanada. Hún hefur verið forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og lektor í heimspeki við sama skóla. Salvör tók við embættinu 1. júlí 2017 og var endurskipuð til fimm ára þann 1. júlí 2022.
Forsætisráðherra skipar umboðsmann barna til fimm ára í senn skv. 2. gr. laga um umboðsmann barna nr. 83/1994. Næst verður skipað í embætti umboðsmanns barna sumarið 2027.
Eðvald Einar Stefánsson, sérfræðingur (edvald(hjá)barn.is). Hann hefur lokið BA í uppeldis- og menntunarfræðum, viðbótardiplóma í Hagnýtri jafnréttisfræði frá HÍ og MA í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Eðvald hefur starfað hjá umboðsmanni barna frá því í byrjun desember 2007.
Sigurveig Þórhallsdóttir, lögfræðingur (sigurveig(hjá)barn.is). Hún er með BA-próf og MA-próf í lögfræði frá Háskóla Íslans. Einnig er
hún með BA-próf í heimspeki frá sama skóla. Sigurveig hóf störf hjá embættinu í apríl 2022.
Hafdís Una Guðnýjardóttir, lögfræðingur (hafdis.una.gudnyjardottir(hjá)barn.is). Hún er með BA. og MA. próf í lögfræði frá Háskóla Íslands og hefur einnig lokið námsvist við Columbia háskóla í New York þar sem hún lagði stund á mannréttindi og alþjóðarétt. Hafdís Una hóf störf hjá embættinu í mars 2023.
Andrea Rói Sigurbjörns, sérfræðingur (andrea.roi.sigurbjorns(hjá)barn.is). Andrea heldur utan um ráðgjafarhóp umboðsmanns barna og ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Andrea Rói hóf störf hjá embættinu í júní 2022.
Laus störf
Öll laus störf eru auglýst á starfatorgi en háskólanemum stendur til boða ólaunað starfsnám hjá embættinu í samstarfi við viðkomandi skóla.