Starfsfólk
Embætti umboðsmanns barna heyrir undir forsætisráðuneytið. Umboðsmaður barna veitir embættinu forstöðu en undir honum starfa fjórir starfsmenn.
Salvör Nordal er umboðsmaður barna (salvorn(hjá)barn.is). Hún er með BA próf í heimspeki frá Háskóla Íslands, M.Phil í samfélagslegu réttæti frá Stirling háskóla í Skotlandi og doktorspróf í heimspeki frá Calgary háskóla í Kanada. Hún hefur verið forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og lektor í heimspeki við sama skóla. Salvör tók við embættinu 1. júlí 2017.
Forsætisráðherra skipar umboðsmann barna til fimm ára í senn skv. 2. gr. laga um umboðsmann barna nr. 83/1994. Næst verður skipað í embætti umboðsmanns barna sumarið 2022.
Eðvald Einar Stefánsson, sérfræðingur (edvald(hjá)barn.is). Hann er með BA í uppeldis- og menntunarfræðum, viðbótardiplóma í Hagnýtri jafnréttisfræði frá HÍ og MA í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Hann hefur starfað hjá umboðsmanni barna frá því í byrjun desember 2007.
Guðríður Bolladóttir, lögfræðingur (gudridur(hjá)barn.is). Hún hefur lokið BA og ML prófi í lögfræði frá lagadeild Háskólans í Reykjavík og er með LL.M gráðu frá Háskólanum í Stokkhólmi. Hún hefur einnig lokið námskeiðinu Frontiers of Children's Rights í háskólanum í Leiden. Guðríður hóf störf hjá embættinu í febrúar 2018.
Sigurveig Þórhallsdóttir, sérfræðingur (sigurveig(hjá)barn.is). Hún er með BA-próf og
MA-próf í lögfræði frá Háskóla Íslans. Einnig er hún með BA-próf í heimspeki
frá sama skóla. Sigurveig hóf störf hjá embættinu í janúar 2020.
Stella Hallsdóttir, lögfræðingur (í orlofi). Hún hefur lokið BA og MA prófi í lögfræði hjá lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hún hefur einnig lokið námskeiðinu Sexual Orientation and Gender Identity in International Law: Human Rights and Beyond frá Háskólanum í Leiden. Stella hóf störf hjá embættinu árið 2017, fyrst í hlutastarfi en hefur verið í fullu starfi frá 2018.
Tinna Rós Steinsdóttir, sérfræðingur (tinnaros(hjá)barn.is). Hún sér um ráðgjafarhópinn okkar og ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Tinna hefur meðal annars starfað hjá samtökunum Eurochild sem sérfræðingur um stefnumál er varða þátttöku barna. Hún hefur einnig
starfað hjá Evrópuráðinu og UNICEF í Genf sem sérfræðingur um velferð barna. Tinna hóf störf í október 2020.
Laus störf
Öll laus störf eru auglýst á starfatorgi en háskólanemum stendur til boða ólaunað starfsnám hjá embættinu í samstarfi við viðkomandi skóla.