Þjónusta við börn sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd
Umboðsmaður barna sendi bréf á félags- og húsnæðismálaráðuneytið vegna breytinga á þjónustu við börn sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd
Umboðsmaður barna hefur sent bréf til félags- og húsnæðismálaráðuneytisins þar sem óskað er eftir upplýsingum um breytingar á þjónustu við börn sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd eftir að Vinnumálastofnun tók alfarið yfir að veita þá þjónustu á seinasta ári.
Sérstaklega er óskað eftir upplýsingum um rétt þessara barna til að sækja leikskóla, frístundaheimili og tómstundir. Hægt er að lesa bréfið hér.