19. nóvember 2019

Réttur barna til þátttöku

Grein nóvembermánuðar fjallar um rétt barna til þátttöku og byggist á 12. gr. Barnasáttmálans.

Í tilefni þrjátíu ára afmælis Barnasáttmálans, nú á árinu 2019, hafa Barnaheill, Unicef og umboðsmaður barna tekið höndum saman um að gera einstökum þáttum Barnasáttmálans skil með mánaðarlegum greinaskrifum. Við greinaskrifin er stuðst við almennar athugasemdir eða leiðbeiningar Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna.

Grein nóvembermánuðar fjallar um rétt barna til þátttöku og byggist á 12. gr. Barnasáttmálans sem er svohljóðandi: 

12. gr.
1. Aðildarríki skulu tryggja barni sem myndað getur eigin skoðanir rétt til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða, og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska. 

2. Vegna þessa skal barni einkum veitt tækifæri til að tjá sig við hverja þá málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi sem barnið varðar, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu talsmanns eða viðeigandi stofnunar, á þann hátt sem samræmist reglum í lögum um málsmeðferð. 

 
Grein nóvembermánuðar er rituð af starfsmanni umboðsmanns barna.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica