8. janúar 2026

Bréf til mennta- og barnamálaráðuneytisins vegna barna með fjölþættan vanda

Embætti umboðsmanns barna hefur sent bréf á mennta- og barnamálaráðuneytisins, en efni bréfsins er samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um börn með fjölþættan vanda

Þann 19. mars 2025 var undirritað samkomulag um breytta ábyrgðaskiptingu ríkis og sveitarfélaga í málefnum barna með fjölþættan vanda sem átti að taka gildi eigi síðar en 1. janúar 2026. 

Af því tilefni hefur umboðsmaður barna óskað eftir upplýsingum um útfærslu þessara breytinga frá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Í samkomulaginu kemur fram að ríkið taki að sér framkvæmd og beri ábyrgð á fjármögnun sérhæfðrar þjónustu við börn með fjölþættan vanda sem búsett eru utan heimilis og hafa verið metin í þörf fyrir þjónustu á þriðja stigi. Í bréfi umboðsmanns er m.a. óskað eftir upplýsingum um hvernig sá hópur barna sé skilgreindur sem samkomulagið tekur til og einnig hvaða breytingar hafi orðið á þjónustu við þann hóp barna sem um ræðir.

Hægt er að lesa bréfið hér


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica