8. nóvember 2019

Fréttir af starfi ráðgjafarhóps

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna, sem samanstendur af ungmennum á aldrinum 12 - 17 ára, hefur í mörgu að snúast þessa dagana. Vinsælt hefur verið að fá fulltrúa frá hópnum til að vera með erindi við ýmis tækifæri enda hafa þau mikið fram að færa.

Fulltrúar hópsins voru til að mynda með erindi á norrænni ráðstefnu um persónuvernd barna í stafrænu umhverfi og á vinnustofu umboðsmanns barna og félagsmálaráðuneytisins um samfélagslega þátttöku barna.

Einnig voru þau með fræðslu fyrir nemendur í Flataskóla um réttindi barna og fundarstjórn til undirbúnings fyrir lýðræðisþing sem haldið verður í skólanum í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmálans. Þá munu ungmenni úr hópnum taka þátt sem fundarstjórar á fyrri degi barnaþings og undirbúa sig hörðum höndum fyrir það hlutverk. Hér er hægt að lesa meira um ráðgjafarhópinn. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica