16. janúar 2026

Heimsókn umboðsmanns barna til ÍSÍ

Skrifstofa umboðsmanns barna heimsótti á dögunum Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Síðastliðinn miðvikudag bauð Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) skrifstofu embættis umboðsmanns barna í heimsókn. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynnast betur því starfi sem fram fer hjá ÍSÍ og við kemur íþróttaþátttöku barna og ungmenna. Fundurinn var afar gagnlegur og sköpuðust góðar umræður, m.a. um réttindi barna í íþróttum.

Embættið hefur í gegnum tíðina fengið ýmsar ábendingar um börn í íþróttastarfi, þ.á.m. kostnað við íþróttir, meiðsli barna í íþróttum og aðgengi barna utan af landi að íþróttaiðkun. Þá hafa umræður um íþróttir og tómstundarstarf alltaf verið stór hluti af umræðum á barnaþingi.

Umboðsmaður barna þakkar ÍSÍ fyrir hlýjar móttökur og ánægjulega heimsókn. Við hjá embættinu hlökkum til frekara samstarfs með íþróttahreyfingunni.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica