12. júní 2024

Að allir séu óhultir!

Þann 17. júní verður sýningin "að allir séu óhultir" opnuð í Safnahúsinu. Sýningin er afrakstur myndlistarnámskeið þar sem unnið var með niðurstöður fundar barna frá Grindavík með umboðsmanni barna sem haldinn var í byrjun mars.

Listasafn Íslands í samstarfi við umboðsmann barna býður uppá myndlistarnámskeiðið í Safnahúsinu undir handleiðslu myndlistarfólksins Margrétar H. Blöndal og Kolbeins Huga. Börnum frá Grindavík á aldrinum 10-12 ára var sérstaklega boðin þátttaka á námskeiðinu.

Þann 17. Júní kl. 15 verður opnuð sýningin … að allir séu óhultir en þar sýna börnin afrakstur sinn af myndlistarnámskeiði þar sem unnið var út frá reynslu barna frá Grindavík sem þurftu að flýja heimili sín 10. nóvember s.l. Á sýningunni verða einnig sýndur hluti gagna frá þingi sem umboðsmaður barna hélt með börnum frá Grindavík í byrjun mars. Við opnun sýningarinnar verður stjórnvöldum afhent skýrsla með niðurstöðum fundarins í mars og verður forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson við opnunina.

Við sama tækifæri verður opnuð í Safnahúsinu sýningin Daufur skuggi – Fánar í íslenskri myndlist en þar verður sjónum beint að fjölbreyttum verkum úr safneign Listasafns Íslands þar sem fánar eru útgangspunkturinn. 

UB_merki_larett_svart_hvitt_96dpi

Listasafn-islands-logo


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica