16. maí 2024

Fyrirhuguð sumarlokun á meðferðardeild Stuðla

Embættið sendi bréf til mennta- og barnamálaráðuneytisins vegna fjölmiðlaumfjöllunar um fyrirhugaða lokun meðferðardeildar Stuðla á tímabilinu 12. júlí til 8. ágúst.

Í bréfi embættisins er m.a. óskað eftir að ráðuneytið veiti umboðsmanni barna upplýsingar um hvort það standi til að loka Stuðlum í sumar. Ef svo er þá óskar umboðsmaður einnig eftir að fá upplýsingar um það hvort og þá hvernig mat hafi verið lagt á bestu hagsmuni barna við ákvarðanatöku um þá lokun. 


Uppfært 10. júní 2024


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica