Afþreying á tímu kórónuveirunnar

Hér eru nokkrar hugmyndir af hlutum sem hægt er að gera sér til skemmtunar, við þurfum alltaf að huga að hreinlæti og passa okkur að snerta ekki hluti að óþörfu., að auki þurfum við að passa upp á fjarlægð á milli okkar og annarra.

 Lestrarátakið "Tími til að lesa"

Mennta og menningarmálaráðuneytið hleypti af stokkunum lestrarátaki fyrir þjóðina þann 1. apríl. Bæði börnum og fullorðnum gefst kostur á að taka þátt og nýta tímann í samkomubanninu vel til þess að lesa sér til skemmtunar. Umboðsmaður barna hvetur alla til þess að skrá sig og taka þátt.

Hreyfing

Það er alltaf tilvalið að gera æfingar heima hjá sér og úti. Mörg íþróttafélög hafa gefið út efni á netinu fyrir iðkendur sína svo þeir geti æft heima. Þá getur verið hressandi að fara reglulega út að ganga. Munum að það er alveg jafn mikilvægt og áður að hreyfa sig og borða holt.

Hljóðbækur

Það er góð dægrastytting að hlusta á hljóðbækur. Hér er hægt að nálgast hljóðbækur fyrir alla aldursflokka:

Disney klúbburinn
Þjóðsögur
Menntamálastofnun
Barnabækur
Rafbókasafnið
Hljóðbókasafnið

 

Afþreying fyrir fjölskylduna

Það er mikilvægt að fjölskyldur séu meðvitaðar um að eiga skemmtilega tíma saman á meðan. Hér eru nokkrar góðar hugmyndir um afþreyingu fyrir fjölskylduna.

Skemmtilegar hugmyndur fyrir fjölskylduna
Tilraunir
Leikir

Heilsa og geðrækt

Þegar við erum mikið heima er sérstaklega mikilvægt að passa vel upp á heilsuna. Það þarf að halda rútínu, borða hollan mat og passa að hreyfa sig reglulega. Einnig er mikilvægt að fá nægan svefn. Hér eru gagnlegar upplýsingar:

Mataræði
Svefn
Hreyfing
Geðrækt
Núvitund

 skór og örvar

Svo er alltaf hægt að læra dansinn við þetta lag: 

https://youtu.be/VFZNvj-HfBU

 

 

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica