Fréttir (Síða 20)

Fyrirsagnalisti

13. apríl 2022 : Stefna Evrópuráðsins kynnt í Róm

Ný stefna Evrópuráðsins um réttindi barnsins var kynnt á ráðstefnu í Róm dagana 7. - 8. apríl sl. Stefnan er til fimm ára eða frá 2022 til 2027. 

7. apríl 2022 : Heimsókn frá Litháen

Embættið fékk góða heimsókn frá umboðsmanni barna í Litháen sem er hér á landi til að kynna sér ýmsa starfsemi sem fram fer í þágu barna á Íslandi. 

1. apríl 2022 : Heimsókn í Reykjanesbæ

I gær, þann 30. mars, fór umboðsmaður barna fór í afar skemmtilega og fróðlega heimsókn í Reykjanesbæ þar sem hann og starfsfólk embættisins kynnti sér ýmsa starfsemi sem snýr að börnum í sveitarfélaginu. 

30. mars 2022 : Upplýsingar um sóttkví og einangrun barna

Sóttvarnaraðgerðir, sóttkví og einangrun hefur svo sannarlega sett sitt mark á líf barna síðustu tvö ár. Umboðsmaður barna óskaði eftir ýmsum upplýsingum frá sóttvarnalækni sem varðar áhrif sóttvarnaaðgerða á börn.

29. mars 2022 : Barnasáttmálinn og réttindi á tímum heimsfaraldurs

Á barnaþingi í mars lagði umboðsmaður barna fram skýrslu um réttindi barna á tímum heimsfaraldurs og hlutverk og vægi Barnasáttmálans í þeim aðstæðum. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um aðgerðir stjórnvalda í samræmi við ákvæði Barnasáttmálans.

28. mars 2022 : Ungmenni sem lenda í umferðaróhöppum

Umboðsmaður barna hefur fengið ábendingar um verklag sem viðhaft er af fyrirtækinu Aðstoð og öryggi ehf. þegar ólögráða ökumenn lenda í umferðaróhappi. 

25. mars 2022 : Líflegar samræður milli barna og fullorðinna

Samræður milli barna og fullorðinna var mikilvægur þáttur á barnaþingi sem fram fór með þjóðfundarsniði 4. mars. Forseti Íslands setti fundinn og fulltrúar frjálsra félagasamtaka, sveitarstjórna, stofnana, auk alþingismanna og ráðherra mættu seinna á barnaþing og áttu fjörugar umræður við þingbörn. 

23. mars 2022 : Píp-test í grunnskólum

Umboðsmanni barna hafa borist fjölmargar ábendingar frá nemendum í grunnskólum og foreldrum grunnskólabarna sem varða þol- og hlaupapróf í íþróttakennslu eða svokölluð píp-test. Embættið kom þeim ábendingum á framfæri í bréfi til mennta- og barnamálaráðherra.

8. mars 2022 : Fjölbreyttar niðurstöður frá barnaþingi

Á barnaþingi, sem haldið var af umboðsmanni barna í Hörpu dagana 3. og 4. mars sl. komu fram fjölbreyttar tillögur um hvað betur mætti fara í samfélaginu en börnin höfðu fyrir þingið valið að fjalla sérstaklega um mannréttindi, umhverfis- og loftslagsmál ásamt menntun barna.

Síða 20 af 32

Eldri fréttir (Síða 20)

Fyrirsagnalisti

17. október 2017 : Viðkvæmir hópar - Náum áttum morgunverðarfundur í október

Fyrsti morgunverðarfundur Náum áttum hópsins í vetur verður mðvikudaginn 18. október nk. Málefni þessa fundar eru viðkvæmir hópar, líðan og neysla.

16. október 2017 : Réttur til menntunar - bréf til ráðuneytis

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna máls fatlaðra drengja sem ekki hafa fengið inngöngu í framhaldsskóla.

9. október 2017 : Málstofa um stöðu og aðstoð við seinfæra foreldra og börn þeirra

Landssamtökin Þroskahjálp og Minningarsjóður Jóhanns Guðmundssonar standa fyrir málstofu um stöðu og aðstoð við seinfæra foreldra og börn þeirra.

4. október 2017 : Innöndunartæki fyrir börn með slímseigjusjúkdóm - bréf til ráðuneytis

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til velferðarráðuneytisins vegna stöðu barna með slímseigjusjúkdóm (Cystic Fibrosis). En Sjúkratryggingar Íslands styrkja ekki að fullu þau nauðsynlegu hjálpartæki sem börn með þennan sjúkdóm þurfa.

20. september 2017 : Fundur evrópskra umboðsmanna barna haldinn í Finnlandi

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, er nú á árlegum fundi evrópskra umboðsmanna (ENOC) ásamt lögfræðingi embættisins, Elísabetu Gísladóttur.

18. september 2017 : Úttekt á stöðu barna í leit að alþjóðlegri vernd - bréf til dómsmálaráherra

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til dómsmálaráðherra. Tilgangur bréfsins er að lýsa áhyggjum umboðsmanns barna á stöðu þeirra barna sem koma til landsins í leit að alþjóðlegri vernd. Þá mun embættið standa fyrir úttekt á stöðu þeirra og var ráðherra upplýstur um það.

5. september 2017 : Talnabrunnur: Geðheilbrigði ungs fólks fer hrakandi

Talnabrunnur, fréttabréf landlæknis um heilbrigðisupplýsingar, er komin út á. Þetta kemur fram á vefsíðu Embættis landlæknis þar sem hægt er að nálgast fréttabréfið.

5. september 2017 : Fyrirlestur Rannung um félagslegt réttlæti

Fimmtudaginn 7. september mun Dr. Mariana Souto-Manning Fulbright sérfræðingur frá Colombia háskóla fjalla um félagslegt réttlæti.

31. ágúst 2017 : Samningar við nemendafélög í framhaldsskólum

Umboðsmaður barna hefur sent nokkrum fyrirtækum bréf vegna samninga við nemendafélög í framhaldsskólum.
Síða 20 af 111

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica