19. apríl 2022

Framkvæmd skólastarfs í grunnskólum

Embættið hefur óskað eftir upplýsingum frá mennta- og barnamálaráðuneytinu um það hvenær ráðuneytið hyggst leggja fram skýrslu til Alþingis um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum landsins. 

Mikið umræða hefur átt sér stað á síðustu árum um starfsumhverfi grunnskóla, líðan nemenda og fyrirkomulag kennslu. Slíkt kallar á frekari upplýsingagjöf og miðlun af hálfu mennta- og barnamálaráðuneytisins en samkvæmt 4. gr. laga um grunnskóla, nr. 91/2008, ber ráðherra að leggja fram á Alþingi skýrslu á þriggja ára fresti um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum landsins. Á sú skýrsla meðal annars að byggja á skýrslum sveitarfélaga um skólahald. 

Frá því að ný lög um grunnskóla tóku gildi hefur einungis ein skýrsla verið lögð fram. Umboðsmaður barna hefur því óskað eftir upplýsingum um það hvenær ráðuneytið hyggst leggja fram skýrslu til Alþingis um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum landsins. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica