19. apríl 2022

Vernd barna gegn ofbeldi

Embættið hefur sent bréf til dómsmálaráðherra og dómstólasýslunnar þar sem bent er á nýlegan dóm héraðsdóms og rétt barna til verndar gegn ofbeldi. 

Samkvæmt lögum um umboðsmann barna, nr. 83/1994, er það hlutverk embættis umboðsmanns barna að vinna að því að fullt tillit sé tekið til réttinda, þarfa og hagsmuna barna, með því að setja fram ábendingar og tillögur um úrbætur sem snerta hag barna á öllum sviðum samfélagsins. Þá ber umboðsmanni jafnframt að stuðla að því að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Barnasáttmálinn, sbr. lög nr. 19/2013, sé virtur ásamt öðrum alþjóðasamningum sem varða réttindi og velferð barna.

Umboðsmaður barna sendi bréf til dómsmálaráðuneytisins og dómstólasýslunnar til að árétta að samkvæmt Barnasáttmálanum þarf að tryggja vernd barna sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Þá er orðalag nýlegs héraðsdóms gagnrýnt sem bar merki um réttlætingu ofbeldis gagnvart barni. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica