25. apríl 2022

Afskipti lögreglu af barni

Embættið hefur sent bréf til ríkislögreglustjóra vegna afskipta lögreglu af barni og óskar eftir fundi. 

Fjölmiðlar hafa undanfarið fjallað um mál sextán ára pilts sem hefur í tvígang þurft að þola afskipti lögreglu að ósekju, vegna leitar lögreglu af strokufanga. Umboðsmaður barna telur brýnt að öll börn og ungmenni í íslensku samfélagi, og ekki síst börn og ungmenni sem tilheyra minnihlutahópum, njóti þeirrar verndar sem lög og reglur tryggja þeim, eins og samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013.

Umboðsmaður hefur því sent bréf til ríkislögreglustjóra og óskað eftir fundi til að ræða umrætt atvik og viðbrögð lögregluyfirvalda við þeim. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica