21. júní 2022

Ráðgjafarhópur í sumarfrí

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna hélt sinn lokafund þann 14. júní sl. og mun koma aftur til starfa eftir gott sumarfrí í byrjun september í haust. 

Á fundinum kvaddi einn Eiður Welding, farsæll fulltrúi hópsins starfið vegna aldurs en hann verður 18 ára í ár. Á fundinum tók hann við viðurkenningu fyrir góð störf í þágu hópsins og óskum honum velfarnaðar í lífinu. 

Það verða nokkrar breytingar á hópnum í haust þar sem nýr starfsmaður mun taka við hópnum en Tinna Rós sem hefur haldið vel utan um hópinn síðustu ár hverfur á vit nýrra ævintýrra. Í hennar stað mun Andrea Rói taka við keflinu og lítum við björtum augum til framtíðarinnar. 

Nánari upplýsingar um hópinn má finna hér á vefsíðunni en þar geta allir krakkar á aldrinum 12 - 17 ára sótt um inngöngu í hópinn.

eiður og salvör

Eiður tekur við viðurkenningu frá Salvöru Nordal, umboðsmanni barna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica