Réttindafræðsla í Vísindaskólanum á Akureyri
Starfsmenn umboðsmanns barna taka þátt í Vísindaskóla unga fólksins á Akureyri þessa dagana og fræða um barnasáttmálann og réttindi barna.
Starfsmenn umboðsmanns barna taka þátt í vísindaskóla unga fólksins dagana 20.-24. júní. Þar kynna þau starfsemi embættis umboðsmanns barna, Barnasáttmálann og réttindi barna fyrir áhugasömum og fróðleiksfúsum börnum á aldrinum 11 – 13 ára.
Markmið Vísindaskólans er að bjóða upp á fræðandi og skemmtilega afþreyingu þar sem ungmenni fá að kynnast fjölbreyttum þemum sem endurspegla fjölbreytt námsframboð Háskólans á Akureyri.