Fréttir (Síða 18)

Fyrirsagnalisti

28. apríl 2022 : Systurstofnanir í Belgíu heimsóttar

Umboðsmaður barna heimsótti embætti umboðsmanna barna í Belgíu í síðustu viku til að kynna sér starfsemi embættana og réttindagæslu fyrir börn.

27. apríl 2022 : Réttindi barna í stafrænu umhverfi

Nýjar leiðbeiningar fyrir foreldra, ábyrgðaraðila og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi sem varða netið, samfélagsmiðla og börn verða kynntar á málþinginu Réttindi barna í stafrænu umhverfi á Grand hótel föstudaginn 29. apríl milli kl. 08:30 og 10:15. Leiðbeiningarnar eru samstarfsverkefni umboðsmanns barna, Persónuverndar og Fjölmiðlanefndar.

25. apríl 2022 : Afskipti lögreglu af barni

Embættið hefur sent bréf til ríkislögreglustjóra vegna afskipta lögreglu af barni og óskar eftir fundi. 

22. apríl 2022 : Réttindi barna í stafrænu umhverfi

Málþingið "Réttindi barna í stafrænu umhverfi" verður haldið á Grand hótel föstudaginn 29. apríl klukkan 8:30. 

19. apríl 2022 : Vernd barna gegn ofbeldi

Embættið hefur sent bréf til dómsmálaráðherra og dómstólasýslunnar þar sem bent er á nýlegan dóm héraðsdóms og rétt barna til verndar gegn ofbeldi. 

19. apríl 2022 : Framkvæmd skólastarfs í grunnskólum

Embættið hefur óskað eftir upplýsingum frá mennta- og barnamálaráðuneytinu um það hvenær ráðuneytið hyggst leggja fram skýrslu til Alþingis um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum landsins. 

13. apríl 2022 : Stefna Evrópuráðsins kynnt í Róm

Ný stefna Evrópuráðsins um réttindi barnsins var kynnt á ráðstefnu í Róm dagana 7. - 8. apríl sl. Stefnan er til fimm ára eða frá 2022 til 2027. 

7. apríl 2022 : Heimsókn frá Litháen

Embættið fékk góða heimsókn frá umboðsmanni barna í Litháen sem er hér á landi til að kynna sér ýmsa starfsemi sem fram fer í þágu barna á Íslandi. 

1. apríl 2022 : Heimsókn í Reykjanesbæ

I gær, þann 30. mars, fór umboðsmaður barna fór í afar skemmtilega og fróðlega heimsókn í Reykjanesbæ þar sem hann og starfsfólk embættisins kynnti sér ýmsa starfsemi sem snýr að börnum í sveitarfélaginu. 

Síða 18 af 31

Eldri fréttir (Síða 18)

Fyrirsagnalisti

14. febrúar 2018 : Sjúk ást - morgunverðarfundur

Auglýsing fyrir morgunverðarfund Náum áttum hópsins. Fundurinn verður á Grand hótel miðvikudaginn 21. febrúar 2018.

6. febrúar 2018 : Viðmið vegna umfjöllunar um börn á samfélagsmiðlum

Í tilefni af alþjóðlegum netöryggisdegi 2018 gefa umboðsmaður barna, Barnaheill, Fjölmiðlanefnd, Heimili og skóli, Unicef og SAFT út viðmið vegna umfjölunar um börn á samfélagsmiðlum.

26. janúar 2018 : Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum (kosningaaldur)

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 40. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti þann 26. janúar 2018.

19. janúar 2018 : Forsætisráðherra heimsækir embættið

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra heimsótti umboðsmann barna ásamt góðu föruneyti úr ráðuneytinu. Á fundinum kynnti Salvör Nordal meðal annars stefnumótun og embættisins 2018 - 2022. En embættið telur brýnt að efla stefnumótum á mörgum sviðum sem tengjast börnum.

15. janúar 2018 : Frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 26. mál

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 26. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 15. janúar 2018.

15. janúar 2018 : Frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum (innleiðing samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 27. mál

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (samningur Sþ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 27. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 15. janúar 2018.

12. janúar 2018 : Fundur með félags- og jafnréttismálaráðherra

Umboðsmaður barna, Salvör Nordal ásamt starfsmanni embættisins, Stellu Hallsdóttur átti fund í gær, fimmtudaginn 11. janúar, með Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og jafnréttismálaráðherra

11. janúar 2018 : Vegna barna- og unglingasíðu

Ekki hefur reynst unnt að setja inn svör við þeim spurningum sem borist hafa í gegnum Barna- og unglingasíðuna okkar. Verið er að vinna að viðeigandi lausn.

21. desember 2017 : Jólakveðja frá umboðsmanni barna

Umboðsmaður barna og starfsfólk óskar þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Síða 18 af 111

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica