15. janúar 2018

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum (innleiðing samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 27. mál

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (samningur Sþ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 27. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 15. janúar 2018.

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um  frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (samningur Sþ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 27. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 15. janúar 2018.

Skoða frumvarpið. 
Skoða feril málsins.

 

Umsögn umboðsmanns barna


Reykjavík, 15. janúar 2018

Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum (innleiðing samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 27. mál.

Vísað er í tölvupóst frá nefndasviði Alþingis, dags. 18. desember sl., þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um framangreint frumvarp.

Umboðsmaður barna vill lýsa yfir ánægju sinni með það að verið sé að endurskoða lög um félagsþjónustu sveitarfélaga með hliðsjón af nýlega fullgiltum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Umboðsmaður hefur áður gefið umsögn um málið og vísar til fyrri umsagnar sinnar sem send var til nefndarsvið Alþingis með tölvupósti dags 12.maí 2017. Umsögn þessi er meðfylgjandi.

Umboðsmaður vill leggja sérstaka áherslu á tvennt úr fyrri umsögn sinni. Í fyrsta lagi að sérstaklega mikilvægt sé að sveitarfélög verði gerð skyldug til þess að bjóða upp á gjaldfrjálsa fjölskylduráðgjöf. Í öðru lagi telur umboðsmaður rétt að slíkt verði áréttað í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Að lokum vill umboðsmaður vekja athygli á stöðu ungmennaráða innan sveitarfélaganna en samkvæmt æskulýðslögum nr. 70/2007 skulu sveitarfélög hlutast til um að stofna ungmennaráð, sbr. 11. gr. æskulýðslaga. Það er síðan mismunandi eftir sveitarfélögum hvort ungmennaráð séu til eða hvernig samvinna á milli sveitarstjórnar og ungmennaráða fer fram. Umboðsmaður telur rétt að sveitarfélögum ætti að vera skylt að stofna ungmennaráð og aðkoma ungmennaráðanna um málefni ungs fólks í sveitarfélaginu ætti að vera nánar útfærð í lögum. Þannig mætti til dæmis gera það að skyldu að sveitarstjórn beri að ráðfæra sig við ungmennaráð um allar ákvarðanir sem hún tekur og snúa að börnum eða ungmennum innan sveitarfélagsins. Afar mikilvægt er að raddir barna fái að heyrast og þau hafi tækifæri á að hafa áhrif enda hafa börn rétt á að koma á framfæri skoðunum sínum og mikilvægt er að tryggja þeim aðstæður til að gera slíkt, sbr. 12. gr. Barnasáttmálans, sbr. lög nr. 19/2013.

 

 

Virðingarfyllst,

Salvör Nordal,

umboðsmaður barna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica