20. júlí 2022

Skert starfsemi vegna sumarfría

Vegna sumarfrís starfsfólks verður starfsemi á skrifstofu embættisins með minna móti næstu vikurnar. Það getur því orðið bið á svörun á þeim erindum sem berast þann tíma sem sumarleyfi starfsfólks stendur yfir. Þau erindi sem berast frá börnum njóta þó forgangs og verður svarað eins fljótt og auðið er.

 

Ýmsar kannanir sýna að börn og unglingar vilja verja meiri tíma með foreldrum sínum en þau eiga kost á í dag. Sumarið getur því verið góður og skemmtilegur tími fyrir fjölskylduna að verja meiri tíma saman safna góðum minningum. Fram undan eru meðal annars bæjarhátíðir og aðrar skemmtanir og þá er gott að hafa í huga að þar hefur jákvæð samvera barna og foreldra mikið forvarnargildi.

Njótum sumarsins.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica