12. janúar 2018

Fundur með félags- og jafnréttismálaráðherra

Umboðsmaður barna, Salvör Nordal ásamt starfsmanni embættisins, Stellu Hallsdóttur átti fund í gær, fimmtudaginn 11. janúar, með Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og jafnréttismálaráðherra

Umboðsmaður barna, Salvör Nordal ásamt starfsmanni embættisins, Stellu Hallsdóttur átti fund í gær, fimmtudaginn 11. janúar, með Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og jafnréttismálaráðherra. Á fundinum var ýmislegt rætt sem tengist málefnum barna og þeirra hagsmunum og var hann mjög gagnlegur fyrir alla aðila. 

Í nýjum stjórnarsáttmála eru mikið rætt um börn og meðal annars vitnað í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Umboðsmaður bindur vonir við að hagsmunir barna verði settir framarlega í starfi ríkisstjórnarinnar. 

 

Felagsmalaradherra Asamt Ub


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica