Fréttir (Síða 17)

Fyrirsagnalisti

13. júní 2022 : Tilmæli barnaréttarnefndarinnar til íslenska ríkisins

Þann 9. júní sl., birti barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna tilmæli sín til íslenska ríkisins um nauðsynlegar úrbætur sem miða að því að tryggja áframhaldandi innleiðingu Barnasáttmálans á öllum sviðum samfélagsins.

10. júní 2022 : Umræða um barnaþing á Alþingi

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra flutti munnlega skýrslu um niðurstöður barnaþings á Alþingi í gær, fimmtudaginn 9. júní. Í kjölfarið fóru fram umræður þar sem fjöldi þingmanna tók til máls. 

7. júní 2022 : Breyting á fargjöldum í strætó

Umboðsmaður barna fagnar þeirri ákvörðun meirihluta borgarstjórnar að gera strætóferðir gjaldfrjálsar fyrir börn í grunnskóla. En embættið hefur átt í ítrekuðum samskiptum við stjórn og framkvæmdarstjóra Strætó bs. vegna hækkunar á gjaldi fyrir árskort ungmenna.

3. júní 2022 : Gróðursetning í Vinaskógi

Nemendur í Kerhólsskóla í Grímsnes- og Grafningshreppi, ásamt umboðsmanni barna, gróðursettu 55 trjáplöntur í Vinaskógi við Þingvelli. Verkefnið var í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands og Yrkju – sjóð æskunnar til ræktunar landsins.

30. maí 2022 : Barnamenningarsjóður úthlutar styrkjum

Úthlutun var tilkynnt á degi barnsins við athöfn í skála Alþingis en sjóðurinn styrkir 34 verkefni á þessu ári. Þetta er í fjórða sinn frá stofnun sjóðsins sem veittir eru styrkir til barnamenningar. 

27. maí 2022 : Skýrsla barnaþings 2022 afhent ráðherrum

Fulltrúar úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna afhentu ráðherrum ríkisstjórnarinnar skýrslu barnaþings 2022 en í henni eru að finna helstu niðurstöður frá þinginu sem haldið var í mars síðastliðinn. Afhending fór fram á ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum. 

24. maí 2022 : Um vinnu barna og unglinga

Sumar- og aukastörf ungmenna geta reynst góður undirbúningur fyrir þátttöku þeirra á almennum vinnumarkaði síðar meir. Gæta þarf að því að þau valdi starfinu, það sé í samræmi við aldur þeirra, líkamlega getu og þroska og þau beri ekki of mikla ábyrgð.

5. maí 2022 : Fyrirtaka Íslands hjá Barnaréttarnefndinni

Miðvikudaginn 4. maí 2022 var fyrirtaka Íslands hjá Barnaréttarnefndinni í Genf en hlutverk nefndarinnar er að hafa eftirlit með framkvæmd Barnasáttmálans í aðildarríkjunum.

29. apríl 2022 : Netið, samfélagsmiðlar og börn

Nýjar leiðbeiningar til foreldra, ábyrgðaraðila og starfsfólks í skóla- og frístundastarfi sem varða netið, samfélagsmiðla og börn. 

Síða 17 af 31

Eldri fréttir (Síða 17)

Fyrirsagnalisti

2. mars 2018 : Föstudagsfræðsla starfsfólks

Föstudagsfræðsla er vettvangur þar sem starfsfólk skrifstofunnar eða annað fagfólk deilir þeirri þekkingu sem það býr yfir hvað varðar málefni barna.

28. febrúar 2018 : Fundur með dómstólasýslunni

Umboðsmaður barna fór á fund stjórnar dómstólasýslunnar þar sem rædd voru hagsmunamál barna við birtingu dóma.

26. febrúar 2018 : Frumvarp til laga um ættleiðingar (umsagnir nánustu fjölskyldu), 128. mál.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um útlendinga (fylgdarlaus börn), 42. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 2. mars 2018.

26. febrúar 2018 : Frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof (lenging fæðingarorlofs), 98. mál

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof (lenging fæðingarorlofs), 98. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 26. febrúar 2018.

26. febrúar 2018 : Frumvarp til laga um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga (endurgreiðsla vegna gleraugnakaupa barna), 105. mál

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga (endurgreiðsla vegna gleraugnakaupa barna), 105. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 26. febrúar 2018.

23. febrúar 2018 : Umboðsmaður barna heimsækir lögreglustjóra

Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, ásamt lögfræðingum embættisins, heimsótti lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. Á fundinum var farið yfir ýmis mál sem varðar hag barna.

21. febrúar 2018 : Tillaga um að nýtt markmið í 19. kafla fjármálaáætunar um fjölmiðla

Umboðsmaður barna og fjölmiðlanefnd hafa sent eftirfarandi bréf til menntamálaráðherra þar sem lagt er til að sett verði inn í 19. kafla fjármálaáætlunar um fjölmiðla, sérstakt markmið sem taki til verndar barna í fjölmiðlum.

21. febrúar 2018 : Stefna í málefnum ungmenna - bréf til menntamálaráðuneytisins

Eftirfarandi bréf var sent til menntamálaráðherra varðandi æskulýðsstefna.

20. febrúar 2018 : Vegna umræðu um umskurð á drengjum

Mikil umræða hefur átt sér stað í samfélaginu um umskurð drengja. Umboðsmaður barna vill því vekja athygli á sameiginlegri yfirlýsingu umboðsmanna barna á Norðurlöndunum og barnalæknum.
Síða 17 af 111

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica