23. febrúar 2018

Umboðsmaður barna heimsækir lögreglustjóra

Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, ásamt lögfræðingum embættisins, heimsótti lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. Á fundinum var farið yfir ýmis mál sem varðar hag barna.

Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, heimsótti lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu þann 20. febrúar ásamt lögfræðingum embættisins, Guðríði Bolladóttur og Stellu Hallsdóttur.

Sérstaklega var farið yfir mál er varðar yfirmann á skammtímaheimili á vegum Barnaverndar Reykjavíkur sem hefur verið áberandi í fjölmiðlum nýlega. Þá voru verkferlar innan lögreglunnar ræddir sem og upplýsingagjöf á milli stofnanna. Einnig var rætt um mikilvægi forvarnarstarfs og skýrslutökur af börnum ásamt öðrum málum er snúa að börnum og ungmennum.

Umboðsmaður barna var ánægður með fundinn og væntir góðs samstarfs við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu í framtíðinni.

 

Umboðsmaður barna ásamt lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica