19. janúar 2018

Forsætisráðherra heimsækir embættið

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra heimsótti umboðsmann barna ásamt góðu föruneyti úr ráðuneytinu. Á fundinum kynnti Salvör Nordal meðal annars stefnumótun og embættisins 2018 - 2022. En embættið telur brýnt að efla stefnumótum á mörgum sviðum sem tengjast börnum.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra heimsótti umboðsmann barna ásamt góðu föruneyti úr ráðuneytinu. Á fundinum kynnti Salvör Nordal meðal annars stefnumótun og áherslur embættisins 2018 - 2022.  En embættið telur brýnt að efla stefnumótum á mörgum sviðum sem tengjast börnum. 

Rætt var um hagsmuni barna og réttindi og þá hugarfarsbreytingu sem fylgir lögfestingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, einkum vegna áherslu hans á mikilvægi þess að hlustað sé á sjónarmið barna í öllum þeim málum er þau varða. Miklu skipti að við allar ákvarðanir stjórnvalda séu hagsmunir barna hafðir í huga og að lagafrumvörp séu sérstaklega rýnd með tilliti til réttinda þeirra og hagsmuna.

Þá voru ræddar leiðir til að auka áhrif barna í samfélaginu og rétt barna til að láta skoðanir sínar í ljós um mál eins og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

 

Ub Og Forsaetisradherra02

Ub Og Forsaetisradherra01


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica