13. júní 2022

Tilmæli barnaréttarnefndarinnar til íslenska ríkisins

Þann 9. júní sl., birti barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna tilmæli sín til íslenska ríkisins um nauðsynlegar úrbætur sem miða að því að tryggja áframhaldandi innleiðingu Barnasáttmálans á öllum sviðum samfélagsins.

Meðal tilmæla nefndarinnar til íslenska ríkisins er að framkvæma endurskoðun á íslenskri löggjöf til þess að tryggja að hún sé í samræmi við ákvæði Barnasáttmálans. Þá telur nefndin að grípa þurfi til aðgerða til að tryggja öllum börnum jafnan aðgang að nauðsynlegri þjónustu óháð búsetu.

Í tilmælunum fjallar nefndin jafnframt um fjárlagagerð og beinir þeim tilmælum til ríkisins að grípa til virkra aðgerða til þess að tryggja að við fjárlagagerð og veitingu fjármagns verði sérstakt tillit tekið til hagsmuna og réttinda barna.

Þá leggur nefndin ríka áherslu á gagnaöflun og fræðslu og telur þörf á frekari vitundarvakningu meðal almennings um réttindi barna auk þess sem tryggja þurfi viðvarandi fræðslu og þjálfun fyrir fagfólk sem vinnur með og fyrir börn. Í tilmælunum er einnig lögð áhersla á bætt aðgengi barna að upplýsingum og barnvænum kvörtunar- og kæruleiðum.

Ítarefni: 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica