17. nóvember 2017

Dagur til varnar kynferðislegu ofbeldi gegn börnum

Á morgun, 18. nóvember, er dagur Evrópuráðsins til varnar kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Í ár er dagurinn sérstaklega helgaður vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun og ofbeldi í tengslum við upplýsinga- og samskiptatækni.

Þær öru breytingar sem hafa átt sér stað á netinu og þá ekki síst á vettvangi samfélagsmiðla á undanförnum árum hafa í för með sér nýjar áskoranir fyrir börn, foreldra og samfélagið allt.  Er því sérstaklega brýnt að standa vörð um réttindi barna á þessu sviði og leitast eins og hægt er að tryggja þeim vernd við hvers kyns ofbeldi eða misnotkun. 

Foreldrar bera meginábyrgð á uppeldi og velferð barna sinna. Er því ákaflega mikilvægt að foreldrar séu vakandi yfir því efni sem börnin þeirra setja á netið, skoða á netinu og þeim samskiptum sem börn eiga í gegnum netið. Hér á vef Evrópuráðsins má nálgast ýmislegt fræðsluefni sem er ætlað að upplýsa foreldra og aðstoða þá við að tryggja börnum sínum fullnægjandi vernd. 

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica