1. desember 2017

Fulltrúi ráðgjafarhóps með erindi á fundi um mannréttindi

Í gær, fimmtudaginn 30. nóvember, stóð stýrihópur stjórnarráðsins um mannréttindi fyrir opnum fundi þar sem niðurstöður UPR- ferilsins (Universal Periodic Review) voru kynntar.

Í gær, fimmtudaginn 30. nóvember, stóð stýrihópur stjórnarráðsins um mannréttindi fyrir opnum fundi þar sem niðurstöður UPR- ferilsins (Universal Periodic Review) voru kynntar.

Á fundinum var Inga Huld Ármann, ráðgjafi í Ráðgjafarhópi umboðsmanns barna var þar fulltrúi ungmenna, hélt stutta ræðu og tók þátt í pallborðsumræðum. Í ræðu sinni kom Inga inn á mikilvægi réttindafræðslu og ekki síst til barna enda ætti réttindafræðsla að vera hluti af því sem börn læra í skóla.

Einnig er mikilvægt að gleyma ekki börnunum þegar kemur að fræðslum, að fræða börn og gera þau upplýst um réttindi sín þar sem ef þau vita ekki réttindi sín, hvernig eiga þau þá að standa vörð um réttindin.

Réttindafræðsla ætti að vera hluti af því sem maður lærir í skóla og ein fræðsla sem maður fær er alls ekki nóg þar sem svo margt lærist í gegnum leik og vinnu. Því upplýstari sem börnin eru því betur eru þau stödd í því að vera vakandi og geta brugðist við því þegar brotið er á réttindum þeirra. Þar sem því miður er sífelt verið að brjóta á réttindum barna og þegar brotið er á þessum réttindum virðist lítið fyrir okkur sem börn hægt að gera í því. Það er þó hægt að leysa, þriðji valfrjálsi hluti barnasáttmálans einnig þekktur sem OP3 gerir kleipt að kæra brot á barnasáttmálanum til sérstakrar barnaréttindastofnunar sameinuðu þjóðanna. Með að samþykja og lögfesta OP3 myndi Ísland taka risa stök í sambandi við málefni barna og auka skuldbindingu sína við réttindi barna.

Þá kom hún einnig inn á mikilvægi þess að hlusta á börn og ungmenni og að skortur hafi verið á samráði við börn í mörgum málum.

En réttindi barna snúa ekki bara að því að hvað er hægt að gera eftir að það hefur veriði brotið á réttindunum heldur viljum við auðvitað að þessi brot hafi aldrei verið framin. Helstu brotin sem ég tel hafa verið framin hér á landi eru einfaldlega vegna skorts á samráði við börn og ungmenni. tja það er samt svo lítið erfitt að segja einfaldlega þar sem þetta virðist ekki mjög einfalt fyrir stjórnvöld það að tala við alla hagsmunaaðila og börn eru einnig hagsmunaaðilar. Í barnasáttmálanum, 12 gr. stendur að börn eigi rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra. Í alltof mörgum atvikum hefur þessi grein verið hundsuð og brotin af yfirvöldum og þau ítrekað komist upp með það.

Aðrir sem voru með erindi á fundinum voru Ragna Bjarnadóttir, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindastkrifstofu Íslands og Þuríður Harpa Sigurðardóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ).

 Rub Pallbord

Hvað er UPR?

UPR er ferli sem felur í sér heildarúttekt á stöðu mannréttinda almennt í aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Ísland fór í fyrst í gegnum ferlið á árunum 2011 og 2012 og stendur önnur úttekt yfir á árunum 2016-2017. Tilgangur UPR- ferilsis er að vekja athygli á því sem vel er gert í framkvæmd mannréttindamála og benda á þau atriði sem betur mega fara. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica