Fréttir (Síða 29)

Fyrirsagnalisti

13. júlí 2020 : Sumarverkefni

Þrír háskólanemar vinna að mismunandi verkefnum fyrir umboðsmann barna í sumar. Tvö verkefnanna hlutu styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og eitt er liður í sumarátaksverkefni Vinnumálastofnunar. 

3. júní 2020 : Ráðgjafarhópur í sumarfrí

Síðasti fundur ráðgjafarhóps umboðsmanns barna var föstudaginn síðasta. Á fundinum var Pálmar Ragnarsson með hvetjandi fyrirlestur fyrir ráðgjafana sem voru svo leystir út í sumarið með viðurkenningu fyrir vel unnin störf. 

28. maí 2020 : Ástand á skólahúsnæði

Umboðsmanni barna hefur borist erindi þar sem fram koma áhyggjur nemenda í Fossvogsskóla vegna ástands á húsnæði skólans og framkvæmda vegna myglu og raka. 

22. maí 2020 : Dagur barnsins

Dagur barnsins í ár verður sunnudaginn 24. maí og hvetjum við börn og fjölskyldur þeirra að njóta góðra og jákvæðra samveru með þeim hætti sem hentar hverjum og einum. 

18. maí 2020 : Innleiðing Barnasáttmálans í stjórnsýslu

Í janúar 2020 sendi embætti umboðsmanns barna bréf til allra ráðuneyta og ríkisstofnana með beiðni um þátttöku í könnun. Meginmarkmið könnunarinnar var að afla upplýsinga um stöðu innleiðingar Barnasáttmálans í íslenskri stjórnsýslu og fyrirkomulag samráðs stofnana við börn. 

15. maí 2020 : Erindi til Kópavogsbæjar í kjölfar dóms

Í dag sendi umboðsmaður barna bréf til Kópavogsbæjar þar sem óskað var eftir upplýsingum og skýringum á ýmsum málum er varðar þjónustu við fötluð börn, vinnulagi og nýlegum dóm héraðsdóms Reykjaness. 

8. maí 2020 : Skýrsla barnaþings 2019 afhent ráðherrum

Skýrsla barnaþings 2019 var afhent ráðherrum fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun að loknum ríkisstjórnarfundi.

4. maí 2020 : Þátttaka barna í stefnumótun og ákvörðunum

Á vormánuðum 2019 undirrituðu félags- og barnamálaráðherra og umboðsmaður barna, samkomulag um aukið samstarf í málefnum barna. Með samkomulaginu tók embætti umboðsmanns barna að sér að móta tillögur um breytt verklag um þátttöku barna sem settar eru fram í þessari skýrslu sem skilað var til ráðuneytisins í desember 2019.

29. apríl 2020 : Börn hafa áhyggjur af fyrirhugaðri vinnustöðvun

Umboðsmanni barna hafa borist erindi frá börnum sem eru búsett í þeim sveitarfélögum sem um ræðir, þar sem þau lýsa yfir miklum áhyggjum vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða Eflingar. 

Síða 29 af 31

Eldri fréttir (Síða 29)

Fyrirsagnalisti

29. maí 2016 : Krakkakosningar

KrakkaRÚV og umboðsmaður barna hafa ákveðið að standa fyrir forsetakosningum barna og gefa þeim þannig tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós á forsetaframbjóðendum. þetta er í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013 þar sem fram kemur að börn eiga rétt á að láta skoðun sína í ljós og hafa áhrif á samfélagið.

27. maí 2016 : Dagur barnsins er á sunnudaginn

Árið 2007 samþykkti þáverandi ríkisstjórn að síðasti sunnudagur í maí ár hvert yrði helgaður börnum hér á landi. Beri daginn upp á hvítasunnudag skal dagur barnsins vera sunnudagurinn á undan hvítasunnudegi. Fyrsti dagur barnsins var 25. maí 2008 og í ár er hann haldinn hinn 29. maí nk.

25. maí 2016 : Fundur norrænna umboðsmanna barna

Umboðsmaður barna, Margrét María, tekur þátt í fundi norrænna umboðsmanni barna í Danmörku.

18. maí 2016 : Forsetakosningar krakkanna

Umboðsmaður barna og KrakkaRÚV hafa sent bréf til allra grunnskóla þar sem leitað er eftir þátttöku grunnskóla í verkefni þar sem börnin kjósa hvaða forsetaframbjóðandi höfðar mest til þeirra.

17. maí 2016 : Skipun talsmanna í barnaverndarmálum

Umboðsmaður barna hefur skorað á félags- og húsnæðismálaráðherra að beita sér fyrir því að skylda barnaverndarnefnda til að skipa barni talsmann í barnaverndarmálum verði skerpt enn frekar og hlutverk talsmanns skýrt nánar í löggjöf.

9. maí 2016 : Samráðsfundur ungmennaráða

Nýlega hélt Menntamálastofnun samráðsfund með fulltrúum ungmennaráða. Tilgangur fundarins var að fá skoðanir ungmenna á ýmsum málefnum og verkefnum stofnunarinnar. Fulltrúar úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna, Kristján Helgason og Inga Huld Ármann, mættu á fundinn, ásamt fulltrúum frá ungmennaráðum Barnaheilla, SAFT, Samfés, Unicef, UMFÍ og sveitarfélaganna Árborg, Akureyri, Fjarðabyggð og Stykkishólmi.

6. maí 2016 : Myndbirting í fjölmiðlum

Í gær birtu nokkrir fjölmiðlar myndband sem sýndi líkamsárás gegn barni. Ljóst er að um er að ræða alvarlegt mál, þar sem börn eiga í hlut. Þó að andlit barnanna hafi verið hulin má ætla að auðvelt geti verið að þekkja þau. Umboðsmaður barna gagnrýnir umrædda myndbirtingu og skorar á fjölmiðla að fjarlægja myndbandið af vefsíðum sínum.

4. maí 2016 : Frumvarp til laga um útlendinga, 728. mál

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um útlendinga, 728. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti 4. maí 2016.

2. maí 2016 : Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum (hámarksgreiðslur sjúkratryggðra og þjónustustýring) 676. mál

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um sjúkratryggingar (hámarksgreiðslur sjúkratryggðra og þjónustustýring), 676. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti 2. maí 2016.
Síða 29 af 111

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica