11. nóvember 2020

Fundur vegna sóttvarna

Í dag átti Salvör Nordal umboðsmaður barna fund með Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, Ölmu Möller landlækni, Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Einnig sátu fundinn starfsmenn heilbrigðisráðuneytisins og embættis umboðsmanns barna. 

Á fundinum, sem umboðsmaður hafði óskað eftir, átti sér stað mikilvæg umræða um áhrif sóttvarnaaðgerða á börn og nauðsyn þess að fylgst sé með áhrifum faraldursins á börn til skemmri og lengri tíma og að gripið sé til aðgerða til að tryggja þeim sem á þurfa að halda nauðsynlegan stuðning. Einnig var rætt um mikilvægi þess að börn fái upplýsingar við hæfi um sóttvarnaráðstafanir sem hafa áhrif á þau hverju sinni og að allar upplýsingar sem varða börn séu skýrar og settar fram á auðskildu máli. 

Á fundinum var einnig rætt um fjölbreyttar leiðir til þess að fá fram sjónarmið og reynslu barna af því að vera barn á tímum kórónuveirunnar og hvernig tryggja má að þau sjónarmið verði hluti af ákvarðanatöku í sóttvörnum á næstu mánuðum.

Sottvarnarfundur


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica