20. nóvember 2020

Dagur mannréttinda barna er í dag

Í dag 20. nóvember er dagur mannréttinda barna og afmæli Barnasáttmálans og var deginum víða fagnað.

Í tilefni dagsins var opnun á nýrri vefsíðu Barnasáttmálinn.is sem umboðsmaður barna, Barnaheill, UNICEF og Menntamálastofnun standa fyrir. Opnunin var í streymi á Zoom og við það tækifæri fluttu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra stutt ávarp.

Þá stóð umboðsmaður barna fyrir málþinginu Áhrif barna:Tækifæri, leiðir og framkvæmd sem streymt var á facebook síðu embættisins og er það nú aðgengilegt þar. Á þeirri síðu má einnig horfa á erindi Ísaks Huga og Ólafar Völu sem fjallar meðal annars um upplifun þeirra sjálfra af að vera barn á tímum kórónuveirunnar og um þau áhrif sem ráðgjafarhópur umboðsmanns barna veitir þeim. 

Þá ritaði ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna grein sem ber heitið Látum raddir barna heyrast og birtist á Vísi.is. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica