27. maí 2016

Dagur barnsins er á sunnudaginn

Árið 2007 samþykkti þáverandi ríkisstjórn að síðasti sunnudagur í maí ár hvert yrði helgaður börnum hér á landi. Beri daginn upp á hvítasunnudag skal dagur barnsins vera sunnudagurinn á undan hvítasunnudegi. Fyrsti dagur barnsins var 25. maí 2008 og í ár er hann haldinn hinn 29. maí nk.

Umboðsmaður barna vekur athygli á að síðasti sunnudagurinn í maí er helgaður börnum á Íslandi. Að þessu sinni er dagur barnsins sunnudagurinn 29. maí nk. 

Á „degi barnsins" er tilvalið fyrir uppalendur að leggja aðrar skyldur til hliðar ef mögulegt er og njóta samveru með börnunum. Þá er mikilvægt að hlusta á skoðanir þeirra og gefa þeim tækifæri til að hafa áhrif á það hvað fjölskyldan gerir saman. Góð samvera er gulls ígildi og þarf ekki að kosta peninga. Aðstæður barna í samfélaginu eru mismunandi en börn eiga alltaf að geta notið þess að vera börn og eiga góða stundir með þeim sem standa þeim næst. Dagur barnsins snýst fyrst og fremst um að setja börnin í heiðurssæti og eiga með þeim góða samveru. Umboðsmaður barna hvetur því foreldra og aðra sem hafa börn í umsjá sinni að tileinka þennan dag sérstaklega börnunum.

Um helgina verður margt í boði fyrir fjölskyldur, á laugardag verður hverfahátíðin "Laugarnes á ljúfum nótum" þar sem Laugarnesskóli heldur meðal annars upp á sitt 80 ára afmæli ásamt mörgu fleiru. Þá verður árleg Vatnsmýrahátíð á sunnudgainn þar sem Norræna húsið býður öllum krökkum – og fjölskyldum þeirra – upp á skemmtun frá kl. 13-15. Þar verða meðal annars glæný íslensk leiktæki tekin í notkun fyrir framan húsið.  

Þess má einnig geta að á degi barnsins mun KrakkaRÚV í samstarfi við umboðsmann barna opna síðu sem er tileinkuð samstarfsverkefni okkar um krakkakosningar til forseta Íslands. Það verkefni verður hins vegar kynnt betur í næstu viku.


teiknimynd af barn að halda í hönd á fullorðnum


 Árið 2007 samþykkti þáverandi ríkisstjórn að síðasti sunnudagur í maí ár hvert yrði helgaður börnum hér á landi. Beri daginn upp á hvítasunnudag skal dagur barnsins vera sunnudagurinn á undan hvítasunnudegi. Fyrsti dagur barnsins var 25. maí 2008 og í ár er hann haldinn hinn 29. maí nk.

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica