Fréttir (Síða 26)

Fyrirsagnalisti

15. febrúar 2021 : Frásagnir barna af heimsfaraldri

Þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins hafði stórtæk áhrif og grípa þurfti til umfangsmikilla takmarkana til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Umboðsmaður barna ákvað því að óska aftur eftir frásögnum barna í nóvember 2020. 

12. febrúar 2021 : Heimsókn í Kerhólsskóla

Umboðsmaður barna heimsótti nokkra nemendur í Kerhólsskóla og fræddi þau meðal annars um Barnasáttmálann og embættið.

5. febrúar 2021 : Bréf um talmeinaþjónustu

Embættið sendi bréf til heilbrigðisráðuneytisins vegna biðtíma barna eftir talmeinaþjónustu þrátt fyrir fjölgun útskrifaðra talmeinafræðinga. En biðtími eftir slíkri þjónustu getur verið allt að 36 mánuðir. 

19. janúar 2021 : Ofbeldi gegn fötluðum börnum

Umboðsmaður barna ásamt Þroskahjálp og Tabú hafa sent bréf til dómsmálaráðuneytisins og Dómstólasýslunnar. Bréfið varðar ofbeldi gegn fötluðum börnum. 

4. janúar 2021 : Frítt í strætó fyrir 11 ára og yngri

Börn sem eru 11 ára og yngri geta nú ferðast ókeypis með strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu. Í umræðum á barnaþingi 2019 var töluverð áhersla lögð á að frítt yrði í strætó fyrir börn. 

22. desember 2020 : Jólakveðja

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

14. desember 2020 : Jóladagatal

Embættið birtir daglega til jóla innslag um einstakar greinar Barnasáttmálans á facebook síðu sinni. 

7. desember 2020 : Frásagnir barna af Covid

Umboðsmaður barna safnar enn á ný frásögnum um sýn og reynslu barna af því að vera barn á tímum heimsfaraldrar. 

25. nóvember 2020 : Ungmenni funda með menntamálaráðherra

Menntamálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hitti börn úr ráðgjafarhóp umboðsmanns barna og ungmennaráði heimsmarkmiðanna á fundi síðastliðinn föstudag, á degi mannréttinda barna.

Síða 26 af 31

Eldri fréttir (Síða 26)

Fyrirsagnalisti

20. desember 2016 : Barnaþing Grafarvogs og Kjalarness

Föstudaginn 2. desember komu saman yfir 200 börn úr 6. bekkjum grunnskólanna í Grafarvogi og á Kjalarnesi til þess að ræða málefni sem snertir þau öll, hvernig tæknin hefur áhrif á líf þeirra.

22. nóvember 2016 : Sameiginleg yfirlýsing vegna barna sem leita alþjóðlegrar verndar

Sameiginleg yfirlýsing Barnaheilla - Save the Children á Íslandi, Rauða krossins, UNICEF á Íslandi og umboðsmanns barna vegna barna sem leita alþjóðlegrar verndar hér á landi. Stjórnvöldum á Íslandi ber að líta á málefni barna og barnafjölskyldna, sem leita alþjóðlegrar verndar eða sækja um dvalarleyfi af mannúðarástæðum, fyrst og fremst út frá réttindum barnanna. Stjórnvöldum ber að taka allar sínar ákvarðanir er varða börn í slíkum aðstæðum með það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi.

16. nóvember 2016 : Dagur mannréttinda barna

Afmælisdagur Barnasáttmálans, 20. nóvember, verður nú helgaður fræðslu um mannréttindum barna ár hvert. Samtökunum Barnaheillum - Save the Children á Íslandi hefur verið falið að sjá um framkvæmd á þessum degi og hafa samtökin sett upp upp sérstakt vefsvæði helgað þessari fræðslu.

8. nóvember 2016 : Dagur gegn einelti

Vakin er athygli á því að dagurinn í dag - 8. nóvember - er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu og er dagurinn nú haldinn í sjötta sinn í ár. Góð samskipti skipta lykilmáli við að skapa jákvætt samfélag og er við hæfi á þessum degi að hugleiða hvernig við sjálf getum stuðlað að góðu og heilbrigðu samfélagi fyrir alla án eineltis.

8. nóvember 2016 : Menntamálastofnun stofnar ungmennaráð

Stofnað hefur verið ungmennaráð Menntamálastofnunar. Í ráðinu sitja fulltrúar Barnaheilla, SAFT, Samfés, Unicef, umboðsmanns barna, UMFÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

3. nóvember 2016 : Krakkakosningar að baki

Eitt af þeim verkefnum sem umboðsmaður barna er hvað stoltastur af eru Krakkakosningar sem er samstarfsverkefni embættisins og KrakkaRÚV. Krakkakosningar fóru fyrst fram í tengslum við forsetakosningarnar í júní 2016 og svo aftur í kringum Alþingiskosningarnar sem fram fóru 29. október sl.

31. október 2016 : Fræðslumyndband fyrir börn um ofbeldi

Kvennathvarfið hefur gefið út fræðslumyndband fyrir börn um ofbeldi.

28. október 2016 : Barnabók um réttindi barna

Nýlega var gefin út barnabók sem var skrifuð með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Bókinni er ætlað að vera hvatning fyrir foreldra og aðra forsjáraðila til þess að lesa með börnum sínum og ræða við þau um réttindi sín.
Síða 26 af 111

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica