28. október 2016

Barnabók um réttindi barna

Nýlega var gefin út barnabók sem var skrifuð með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Bókinni er ætlað að vera hvatning fyrir foreldra og aðra forsjáraðila til þess að lesa með börnum sínum og ræða við þau um réttindi sín.

Nýlega var gefin út barnabók sem var skrifuð með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Bókin heitir Rúnar góði og  er texti eftir Hönnu Borg Jónsdóttur en Heiðdís Helgadóttir myndskreytti. Bókin er skrifuð fyrir börn og gerir þeim kleift að kynna sér réttindi sín. Bókinni er ætlað að vera hvatning fyrir foreldra og aðra forsjáraðila til þess að lesa með börnum sínum og ræða við þau um réttindi sín. Rúnar góði kynnir sáttmálann fyrir börnum í gegnum yndislestur en bæði börnum og fullorðnir eiga að þekkja réttindi þeirra. Hverjum kafla fylgja ýmsar hugleiðingar sem tengjast sögunni og sáttmálanum. Bókin gefur tækifæri á fjölbreyttum vangaveltum og hægt er að kafa dýpra í málefnin, allt eftir þroska barna.

Umboðsmaður barna fagnar þessu framtaki og telur ánægjulegt að fleiri og fleiri séu að nýta sér Barnsáttmálann og kynna hann fyrir börnum með fjölbreyttum hættum.

  

2 Lifa Og Throskast


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica