25. ágúst 2021

Krakkakosningar

Krakkakosningar eru samstarfsverkefni umboðsmanns barna og KrakkaRÚV og verða þær nú haldnar í fimmta sinn í tengslum við Alþingiskosningarnar sem verða 25. september.

Krakkakosningar 2021, samstarfsverkefni umboðsmanns barna og KrakkaRÚV, verða haldnar í fimmta sinn í tengslum við kosningar til Alþingis 25. september nk. Með krakkakosningum er börnum gefið tækifæri til að kynnast fyrirkomulagi almennra kosninga og láta í ljós skoðanir sínar, í samræmi við ákvæði Barnasáttmálans, samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013. Krakkakosningar hafa farið fram í grunnskólum landsins og notið þar mikillar velvildar enda gefa þær einstakt tækifæri til að vekja áhuga og umræður í skólastarfi um hlutverk Alþingis og stjórnmálaflokka.

Framkvæmd kosninganna verður með svipuðu móti og áður. Hverju framboði er boðið að kynna sig og helstu áherslur sínar í málefnum barna í viðtali við fréttamann KrakkaRÚV. Öll myndbönd verða sýnd í aðdraganda kosninga í Krakkafréttum auk þess sem þau verða aðgengileg á vefsvæðinu krakkaruv.is. Í framhaldinu verður börnum gefið tækifæri til að kjósa sinn stjórnmálaflokk á sérstökum kjörseðli í sínum skóla/bekk. 

Þeir skólar og/eða bekkir sem hafa áhuga á að þátt í Krakkakosningum eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu umboðsmanns barna til að fá frekari upplýsingar. 

Ítarefni: 

Vefsíða KrakkaRÚV.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica