Fréttir (Síða 27)
Fyrirsagnalisti
Dagur mannréttinda barna er í dag
Í dag 20. nóvember er dagur mannréttinda barna og afmæli Barnasáttmálans og var deginum víða fagnað.
Barnasáttmálinn ný vefsíða
Ný vefsíða sem tileinkuð er Barnasáttmálanum var opnuð.
Dagur mannréttinda barna - málþing í streymi
Í tilefni af degi mannréttinda barna sem er þann 20. nóvember mun umboðsmaður barna standa fyrir málþingi um þátttöku og áhrif barna í samfélaginu. Málþingið ber heitið „Áhrif barna: Tækifæri, leiðir og framkvæmd."
Fundur vegna sóttvarna
Í dag átti Salvör Nordal umboðsmaður barna fund með Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, Ölmu Möller landlækni, Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Einnig sátu fundinn starfsmenn heilbrigðisráðuneytisins og embættis umboðsmanns barna.
Áhrif sóttvarnareglna á börn
Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með sóttvarnalækni, landlækni, heilbrigðisráðherra og yfirlögregluþjóni almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra til að ræða sóttvarnaráðstafanir og þær takmarkanir á réttindum barna sem í þeim felast.
Staða á innleiðingu Barnasáttmálans
Salvör Nordal, umboðsmaður barna átti fund í dag með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem hún kynnti skýrslu embættisins með niðurstöðum könnunar um innleiðingu Barnasáttmálans, samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins hjá ráðuneytum og ríkisstofnunum.
Samráð við börn
Salvör Nordal, umboðsmaður barna og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra undirrituðu, á Teams, samstarfssamning sem tryggir samráð stjórnvalda í yfirstandandi vinnu í málefnum barna.
Ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna
Embættið hefur gert samning við forsætisráðuneytið um utanumhald og rekstur ungmennaráðs heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Skýrsla til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna
Í febrúar á þessu ári skilaði umboðsmaður barna skýrslu til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna þar sem settar eru fram ábendingar um aðgerðir sem stjórnvöld verða að grípa til og sem miða að áframhaldandi innleiðingu Barnasáttmálans, samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.