Fréttir (Síða 27)

Fyrirsagnalisti

22. október 2020 : Staða á innleiðingu Barnasáttmálans

Salvör Nordal, umboðsmaður barna átti fund í dag með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem hún kynnti skýrslu embættisins með niðurstöðum könnunar um innleiðingu Barnasáttmálans, samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins hjá ráðuneytum og ríkisstofnunum. 

20. október 2020 : Samráð við börn

Salvör Nordal, umboðsmaður barna og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra undirrituðu, á Teams, samstarfssamning sem tryggir samráð stjórnvalda í yfirstandandi vinnu í málefnum barna. 

14. október 2020 : Ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Embættið hefur gert samning við forsætisráðuneytið um utanumhald og rekstur ungmennaráðs heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. 

5. október 2020 : Skýrsla til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna

Í febrúar á þessu ári skilaði umboðsmaður barna skýrslu til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna þar sem settar eru fram ábendingar um aðgerðir sem stjórnvöld verða að grípa til og sem miða að áframhaldandi innleiðingu Barnasáttmálans, samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. 

1. október 2020 : Fjölgun í starfshópi embættisins

Nýr starfsmaður mun halda utan um starf Ráðgjafarhóps umboðsmanns barna og Ungmennaráðs heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. 

22. september 2020 : Nemendaráð og viðmiðunarstundarskrá

Í byrjun september sendi umboðsmaður barna út bréf til allra nemendaráða grunnskóla vegna tillagna mennta- og menningarmálaráðuneytisins um breytingar á viðmiðunarstundarskrá grunnskóla. Þær breytingar eru viðbrögð ráðuneytisins við því að íslenskum nemendum hafi gengið illa í PISA könnunum. 

7. september 2020 : Ráðgjafarhópurinn hittist á ný

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna hittist aftur eftir gott sumarhlé. Í hópnum eru starfandi ungmenn i á aldrinum 12 - 17 ára sem hafa öll brennandi áhuga á réttindum barna og vilja hafa áhrif á samfélagið. 

4. september 2020 : Ársskýrsla 2019 komin út á rafrænu formi

Umboðsmaður barna átti fund með forsætisráðherra og kynnti fyrir henni skýrslu embættisins fyrir árið 2019.

28. ágúst 2020 : Breytingar á viðmiðunarstundarskrá

Embættið sendi inn umsögn sína um tillögur mennta- og menningarmálaráðuneytis um breytingar á gildandi viðmiðunarstundaskrá grunnskóla. 

Síða 27 af 30

Eldri fréttir (Síða 27)

Fyrirsagnalisti

24. október 2016 : Krakkakosningar á ný

KrakkaRÚV og umboðsmaður barna standa fyrir krakkakosningum í tilefni af Alþingiskosningum 29. október nk. Sérstakur vefur -krakkaruv.is/krakkanosningar - hefur verið opnaður af því tilefni.

17. október 2016 : Verkefnið Barnvæn sveitarfélög kynnt

Umboðsmaður barna og UNICEF á Íslandi hafa nú opnað vefsíðuna Barnvæn sveitarfélag. Vefsíðan var formlega opnuð á Akureryi fyrr í dag, en þar er að finna upplýsingar um innleiðingu Barnasáttmálams.

12. október 2016 : Krakkafræðsla fyrir alþingismenn

Umboðsmaður barna, Krakkarúv og ráðgjafarhópur umboðsmanns barna hafa staðið að samstarfsverkefni í tengslum við komandi Alþingiskosningar. Verkefnið miðar að því að auka samskipti barna við ráðamenn og sömuleiðis að fræða þá um réttindi barna.

7. október 2016 : Myndbönd um nemendafélög og skólaráð

SAMFOK, Umboðsmaður barna og Heimili og skóli hafa látið gera hreyfimyndir um skólaráð og nemendafélög í grunnskólum. Myndböndin voru frumsýnd í Breiðholtsskóla miðvikudaginn 5. október.

5. október 2016 : Frumsýning á myndböndum um nemendafélög og skólaráð

Í dag frumsýna SAMFOK, Umboðsmaður barna og Heimili og skóli með stuðningi Reykjavíkurborgar, myndband um nemendafélög í grunnskólum og myndband um skólaráð í grunnskólum.

23. september 2016 : Tengslafundur fyrir félagasamtök

Tengslafundur fyrir félagasamtök sem vinna að málefnum barna verður haldinn fimmtudaginn 6. október, milli kl. 14:30 og 16.

16. september 2016 : Páll Valur Björnsson hlýtur Barnaréttindaverðlaun ungmennaráða

Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hlaut í dag Barnaréttindaverðlaun ungmennaráða UNICEF á Íslandi, Barnaheilla og ráðgjafarhóps umboðsmanns barna. Verðlaunin falla í hlut þess þingmanns sem ungmennunum þykir hafa staðið sig best í að vekja athygli á og berjast fyrir réttindum barna á Alþingi á ári hverju. Verðlaunin verða veitt árlega og voru afhent í fyrsta skipti í dag.

7. september 2016 : Tillaga til þingsályktunar um fjölskyldustefnu fyrir árin 2017-2021 með áherslu á börn og barnafjölskyldur

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um fjölskyldustefnu fyrir árin 2017-2021 með áherslu á börn og barnafjölskyldur, 813. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 7. september 2016.

29. ágúst 2016 : Námsgögn á táknmáli - bréf

Umboðsmaður barna hefur sent mennta- og menningarmálaráðherra og Menntamálastofnun bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um aðgang heyrnarlausra og heyrnarskertra barna að námsgögnum á táknmáli í grunnskólum hér á landi.
Síða 27 af 111

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica