24. október 2016

Krakkakosningar á ný

KrakkaRÚV og umboðsmaður barna standa fyrir krakkakosningum í tilefni af Alþingiskosningum 29. október nk. Sérstakur vefur -krakkaruv.is/krakkanosningar - hefur verið opnaður af því tilefni.

Í tilefni af Alþingiskosningum sem verða 29. október næstkomandi standa umboðsmaður barna og Krakkarúv fyrir Krakkakosningum á nýjan leik. Verkefnið er í samræmi við ákvæði í Barnasáttmálanum þar sem kemur meðal annars fram að börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar og hafa áhrif á samfélagið. Hér er börnum og ungmennum veitt það tækifæri að láta sínar skoðanir í ljós og velja þann stjórnmálaflokk sem þeim líst best á. 

Allir grunnskólar fá tækifæri til að taka þátt í þessu verkefni og hefur þeim verið sendar ítarlegar upplýsingar um framkvæmd kosninganna. Þar að auki hefur sérstakur kosningavefur verið opnaður þar sem hægt er að nálgast allt efni um stjórnmálaflokkana, upplýsingamyndband um kosningar og lýðræði ásamt upplýsingamyndbandi um störf Alþingis. Slóðin er krakkaruv.is/krakkakosningar. 

Niðurstöður krakkakosninga verða birtar á kosningavöku RÚV á kosningadegi.

 

Krakkakosningar2

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica