12. apríl 2021

Svefnlyfjanotkun barna

Umboðsmaður barna sendi bréf til Embættis landlæknis vegna aukningu á notkun svefnlyfja meðal barna. Í bréfinu er óskað eftir ýmsum upplýsingum sem varðar m.a.  leiðbeiningar til heilbrigðisstararfsfólks og fræðslu til almennings. 

Umboðsmaður barna sendi bréf þann 8. apríl til Embættis landlæknis vegna töluverðar aukningu á notkun svefnlyfja meðal barna. 

 

Á heimasíðu embættis landlæknis er að finna umfjöllun frá annars vegar 2016 og hins vegar frá 2018 þar sem fjallað er um aukningu á notkun svefnlyfja meðal barna á Íslandi, og kemur þar fram, að sprenging hafi átt sér stað í ávísunum svefnlyfja til barna allt frá árinu 2008. 

 

Í bréfinu óskar umboðsmaður eftir svörum við nokkrum spurningum sem varðar leiðbeiningar til heilbrigðisstarfsfólks, fræðslu til almennings og hvort Landlæknir hyggist rannsaka það af hverju þessi gífurlega aukning hafi orðið í ávísunum svefnlyfja til barna. 

Uppfært 8. júní 2021: 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica