Fyrsta græna skrefið stigið
Embætti umboðsmanns barna tók við viðurkenningu frá Umhverfisstofnun fyrir að ljúka fyrsta græna skrefinu.
Umboðsmaður barna hóf vegferð sína að Grænum skrefum í árslok 2020 og lauk fyrsta skrefinu nú í apríl. Alls eru það fimm skref sem þarf að uppfylla og því er vinnan rétt svo að hefjast.
Þrátt fyrir fámennið þá er mikilvægt fyrir okkur að huga að allur rekstur hefur áhrif á umhverfið, starfsmenn þurfa að ferðast til og frá vinnu og jafnvel í vinnu, við þurfum rafmagn og hita, kaupum vörur, borðum mat og starfseminni fylgir alltaf einhver úrgangur. Eitt af aðalmarkmiðum Grænna skrefa er að efla umhverfisvitund starfsfólks sem er svo sannarlega jafn mikilvægt á litlum vinnustöðvum sem og þeim sem stærri eru.
Verkefnið Græn skref er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsfólks. Með þátttöku í Grænum skrefum gefst stofnunum tækifæri á að innleiða öflugt umhverfisstarf með kerfisbundnum hætti undir handleiðslu sérfræðinga Umhverfisstofnunar. Verkefnið er fjármagnað af Umhverfis- og auðlindaráðuneyti og er þátttaka því stofnunum að kostnaðarlausu.
Við erum þakklát fyrir þessa viðurkenningu og stefnum ótrauð áfram á næstu skref.
Ítarefni: